Til baka

Grein

Hagkerfi í ógöngum

Þegar tekjur hins opinbera standa ekki undir útgjöldum þá lenda hagkerfi iðulega í ógöngum og í þessari grein er farið yfir sögu Argentínu í því ljósi með tilliti til niðurstöðu forsetakosninga.

AFP__20220311__324Y7DK__v1__HighRes__UsArgentinaDebtImf
Mynd: AFP

Straumhvörf urðu stjórnmálum í Argentínu í nóvember á síðasta ári þegar Javier Milei var kjörinn forseti. Hann átti kjör sitt að þakka óvinsældum fyrri ríkisstjórnar perónista sem hafði mistekist illilega að halda verðbólgu í skefjum og bæta lífskjör þjóðarinnar.

Góðæri fyrri tíma

Fyrir um einni öld síðan var efnahagslíf Argentínu í miklum blóma. Þjóðartekjur á mann voru t.d. hærri en á Spáni og á Ítalíu á þriðja áratug aldarinnar. Íbúafjöldi Buenos Aires var um 2,5 milljónir, um helmingur af íbúafjölda New York og svipaður íbúafjölda Chicago og breiðgötur voru lagðar sem enn þann dag í dag minna á stórveldi. Hagstjórn var skynsamleg í samanburði við það sem á eftir kom, lögð var áhersla á hallalaus fjárlög. Hagvöxtur var knúinn áfram af aðflutningi fólks frá Evrópu, landbúnaði, erlendri fjárfestingu og fjárfestingu í menntun. Hlutfallsleg verð endurspegluðu framboð og eftirspurn á alþjóðamörkuðum og framleiðsluþættir leituðu í hagkvæmustu atvinnugreinarnar. Ríkisvaldið einskorðaði sig við almenna stjórnsýslu, löggæslu, varðveislu eignaréttar, menntun og landvarnir.

Slæm hagstjórn í áratugi

Á fjórða áratuginum breyttust áherslur í hagstjórn á þann hátt að horfið var frá áherslu á hallalaus fjárlög. Með þrálátum hallarekstri jukust skuldir ríkisins og stjórnvöld höfðu sífellt aukin afskipti af efnahagslífinu. Með kjöri Juan Peróns sem forseta árið 1946 fór að síga enn frekar á ógæfuhliðina en kjör hans markaði tímamót í hagstjórn til hins verra. Perón hafði dvalið á Ítalíu og heillast af Benito Mussolini og stjórnarháttum hans og reyndi síðar að innleiða hugmyndafræði Mussolinis í Argentínu, hugmyndafræði sem gengur undir nafninu korpóratismi (e. corporatism). Hún …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein