USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Hag­kerfi í ógöng­um

Þegar tekjur hins opinbera standa ekki undir útgjöldum þá lenda hagkerfi iðulega í ógöngum og í þessari grein er farið yfir sögu Argentínu í því ljósi með tilliti til niðurstöðu forsetakosninga.

AFP__20220311__324Y7DK__v1__HighRes__UsArgentinaDebtImf
Mynd: AFP

Straumhvörf urðu stjórnmálum í Argentínu í nóvember á síðasta ári þegar Javier Milei var kjörinn forseti. Hann átti kjör sitt að þakka óvinsældum fyrri ríkisstjórnar perónista sem hafði mistekist illilega að halda verðbólgu í skefjum og bæta lífskjör þjóðarinnar.

Góðæri fyrri tíma

Fyrir um einni öld síðan var efnahagslíf Argentínu í miklum blóma. Þjóðartekjur á mann voru t.d. hærri en á Spáni og á Ítalíu á þriðja áratug aldarinnar. Íbúafjöldi Buenos Aires var um 2,5 milljónir, um helmingur af íbúafjölda New York og svipaður íbúafjölda Chicago og breiðgötur voru lagðar sem enn þann dag í dag minna á stórveldi. Hagstjórn var skynsamleg í samanburði við það sem á eftir kom, lögð var áhersla á hallalaus fjárlög. Hagvöxtur var knúinn áfram af aðflutningi fólks frá Evrópu, landbúnaði, erlendri fjárfestingu og fjárfestingu í menntun. Hlutfallsleg verð endurspegluðu framboð og eftirspurn á alþjóðamörkuðum og framleiðsluþættir leituðu í hagkvæmustu atvinnugreinarnar. Ríkisvaldið einskorðaði sig við almenna stjórnsýslu, löggæslu, varðveislu eignaréttar, menntun og landvarnir.

Slæm hagstjórn í áratugi

Á fjórða áratuginum breyttust áherslur í hagstjórn á þann hátt að horfið var frá áherslu á hallalaus fjárlög. Með þrálátum hallarekstri jukust skuldir ríkisins og stjórnvöld höfðu sífellt aukin afskipti af efnahagslífinu. Með kjöri Juan Peróns sem forseta árið 1946 fór að síga enn frekar á ógæfuhliðina en kjör hans markaði tímamót í hagstjórn til hins verra. Perón hafði dvalið á Ítalíu og heillast af Benito Mussolini og stjórnarháttum hans og reyndi síðar að innleiða hugmyndafræði Mussolinis í Argentínu, hugmyndafræði sem gengur undir nafninu korpóratismi (e. corporatism). Hún felur í sér höfnun á hugmyndinni um frjáls viðskipti, einstaklingsfrelsi, markaðshagkerfi og reyndar einnig lýðræði. Nú voru það „þjóðarhagsmunir“ sem skiptu máli og þeir voru skilgreindir af stjórnvöldum. Samkrull ríkisvalds, atvinnurekenda og launþegahreyfingar átti að tryggja frið í samfélaginu og í sameiningu var ákveðið hvert hagkerfið skyldi stefna. Ein mistökin sem gerð voru á þessum tíma voru að reyna að framleiða sem mest innan lands og flytja sem minnst inn (e. import substitution), önnur að leggja skatta á bæði innflutning og útflutning. En mestu mistökin voru að gæta ekki að því að afla tekna til þess að standa straum af ríkisútgjöldum. Þess í stað voru peningar prentaðir til þess að greiða ríkisútjöld og verðbólga varð mikil. Fjölgengiskerfi, sem fól í sér millifærslu á milli atvinnugreina, var komið á.

Afleiðing óstjórnarinnar sést á mynd 1 en þar er verg landsframleiðsla á mann í Argentínu borin saman við Ástralíu og Kanada en þessi þrjú ríki eiga það sameiginlegt að hafa hagkerfi sem byggist að verulegu leyti á náttúruauðlindum. Framleiðsla á mann í Argentínu er langsamlega lægst og dregst aftur úr hinum ríkjunum eftir 1950.

gylfi-mynd1

Frjálshyggja til bjargar?

Javier Milei var kjörinn forseti í nóvember á síðasta ári. Hann var þekktur fyrir málflutning í sjónvarpi sem byggðist á því sem við köllum frjálshyggju en hann heldur mikið upp á austurríska hagfræði, t.d. skrif hagfræðingsins Murray Rothbard. Það sem gerir hagstjórnartilraun Mileis athyglisverða er að hér er reynt að beita hugmyndafræði austurríska skólans til þess að snúa við heilu hagkerfi sem hefur þjáðst af óhóflega miklum ríkisafskiptum og peningaprentun í perónskum stíl.

Verðbólga var 143% í október 2023 og ójöfnuður mikill og meiri en í því Evrópulandi þar sem hann er mestur og mikil fátækt en um helmingur íbúa var undir fátæktarmörkum.

Milei lagði fram nokkur

stefnumál í kosningabaráttunni:

  • Að leggja niður seðlabanka Argentínu og taka upp bandaríska dollarann sem gjaldmiðil.
  • Að draga úr ríkisútgjöldum með því að leggja niður fjölda opinberra stofnana og ráðuneyta.
  • Að minnka umfang regluverks og láta markaðshagkerfið vera sem mest óhindrað.

Argentína myndi hér fylgja í fótspor El Salvador og Ecuador sem hafa haft dollar sem lögeyri í um tvo áratugi. Dollaravæðing hagkerfisins hefði ýmsa kosti í för með sér. Í fyrsta lagi er dollarinn nú þegar notaður til þess að geyma peningaleg verðmæti á meðan pesó er notaður í viðskiptum. Með því að leggja pesó af sem gjaldmiðil notast peningakerfið við eina …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.