Til baka

Grein

Hver er eðlileg arðsemi banka?

Bankar

Nýlega birti Menningar- og viðskiptaráðuneytið skýrslu sem ber heitið Gjaldtaka og arðsemi viðskiptabankanna (Menningar- og viðskiptaráðuneytið, 2023). Hún er ítarleg, 90 blaðsíður auk myndarlegs viðauka. Ýmislegt áhugavert kemur fram í skýrslunni. Búið er að boða aðra skýrslu og jafnvel árlegar skýrslur í svipuðum dúr. Hér ætla ég að benda á nokkur atriði sem bæta má við í framtíðarskýrslum til að veita gleggri mynd á arðsemina og samanburð á milli banka.

Arðsemi eigin fjár

Í kafla 4 er fjallað um afkomu og arðsemi bankanna. Fram kemur á síðu 49 að hagnaður bankanna hafi verið miklu hærri árin 2021 og 2022 heldur en á árunum á undan. Tekið er fram að árin 2020 og 2021 hafi litast töluvert af áhrifum faraldursins. Stórar varúðarfærslur voru gjaldfærðar í upphafi COVID-19 sem voru að verulegum hluta bakfærðar árið 2021. Hér hefði einnig mátt bæta við að minni hagnaður árin áður litaðist af töluverðum afskriftum vegna fyrirtækjaútlána árin 2018 og 2019. Hagnaður Arion banka var til að mynda rétt yfir núllinu árið 2019 vegna töluverðra afskrifta fyrirtækjaútlána.

Á næstu síðu kemur í ljós að arðsemi reglulegra tekna á ellefu ára tímabili var afleit, eða 7,2% að meðaltali. Ekki kemur fram að meðalkrafa á ríkisbréfum á gjalddaga árið 2031 var 5,4% miðað við ávöxtunarkröfu í upphafi hvers árs. Umframávöxtunin á eigið fé bankanna var því innan við 2% árlega umfram áhættulausa vexti sem fengust af ríkisbréfum. Fram kemur að það voru einskiptisliðir sem héldu henni uppi árin 2012-2017. Eftir það syrti í álinn. Arðsemi af reglulegri starfsemi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein