Til baka

Grein

Hver uppsker af fjárfestingu okkar í tónlist?

Áætluð tónleikavelta og áætluð streymisvelta einnar tónleikaferðar er meiri en heildarveltan hérlendis

AIRWAVES_DIGI PART 2-54
Elín Hall á Iceland Airwaves 2024
Mynd: Jackson Ducasse

Flest tónlistarfólk er með einfalt markmið: að geta lifað af sinni tónlist. Það þýðir að reksturinn í kringum útgáfur, tónleikahald, og tónlistarmanninn sjálfan þarf að velta um 20 milljónum króna árlega. Íslenskt tónlistarfólk býr að ýmsum hagsmunasamtökum sem sjá til þess að hér er starfrækt framúrskarandi tónlistarmenntun, sterkt styrktarkerfi til sköpunar á nýrri íslenskri tónlist, og stéttarfélag sem sér til þess að hljóðfæraleikarar fái greitt samkvæmt taxta. Þetta eru forréttindi sem erlend starfssystkini búa ekki endilega við en þegar Chappell nokkur Roan fékk Grammy-verðlaun í síðasta mánuði sem besti nýliðinn benti hún á þær fjárhagshremmingar sem hún varð fyrir á meðan stórfyrirtæki græða á tá og fingri. Saga hennar er áhugaverð því hún er fullkomið dæmi um klisjuna að það tekur tíu ár að verða stjarna á einni nóttu.

Það gæti virst fjarlægt okkar raunveruleika á Íslandi að tala um stór útgáfufélög og samninga þeirra við vinsælasta tónlistarfólk í heimi. Hins vegar fékk Víkingur Ólafsson einnig hinn gullna grammófón við sama tilefni og varð þar með fjórði Íslendingurinn til að færa þessa virtustu viðurkenningu tónlistar heim. Hann formgerir þar með stöðu sína sem ein af okkar skærustu stjörnum ásamt Björk, Of Monsters and Men, Kaleo, Laufeyju, Ólafi Arnalds, Sigur Rós og Ásgeiri. Til að velta 20 milljónum á ári má áætla að þurfi um 500 þúsund streymi á mánuði. Þar sem á Íslandi býr færra fólk er ekki að undra að þau sæki sér öll hlustendur út fyrir landsteinana.

Laufey, Víkingur og fleiri nefnd komu upp í gegnum íslenska tónlistarskólakerfið …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein