Til baka

Grein

Ísland á flekaskilum alþjóðamála

Helstu ógnir og valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum

Iceland.A2004028.1355.500m
Mynd: NASA

Ekki þarf að fjölyrða um að genginn er í garð tími mikilla umbreytinga á skipan alþjóðamála. Óvissan sem því fylgir felur í sér verulegar áskoranir, ekki síst þegar hriktir í undirstöðum alþjóðakerfis og -bandalaga sem hafa tryggt stöðugleika og frið um áratuga skeið. Landvinningastríð Rússa gegn Úkraínu er jafnframt stríð gegn skipan alþjóðlegra öryggismála sem sett var á fót af sigurvegurum Síðari heimsstyrjaldarinnar – skipan sem enn frekar var styrkt í sessi í Evrópu með Helsinkisamkomulaginu 1975. Stríðið brýtur gegn grundvallarhugsun stofnsáttmála SÞ að ekki megi breyta landamærum með valdi, hvað þá afmá fullvalda ríki af kortinu.

Áhrif árásarstríðs Rússa blikna þó í samanburði við atlögu nýs Bandaríkjaforseta að alþjóðakerfinu. Hann hefur tekið upp kaldrifjaða utanríkisstefnu sem hvetur ríki til að fara sínu fram í krafti efnahags- eða hernaðarmáttar án tillits til alþjóðalaga. Trump réttlætir í raun landvinningastríð Rússa með því að tala um og vinna að landvinningum með efnahagslegum og hernaðarlegum hótunum. Auk þess hefur Bandaríkjaforseti stofnað skipan alþjóðlegra efnahagsmála í voða – skipan sem miðast við opin milliríkjaviðskipti og lykilstöðu Bandaríkjadals.

Í nýlegri grein fjallaði höfundur um hvernig þessi þróun mála er sérstaklega hættuleg fyrir smærri ríki. Mikilvægt er að tala tæpitungulaust og horfast í augu við að nú lifum við einhverja mestu hættutíma í sögu lýðveldisins. Fullt tilefni er því til þess að meta hvernig íslensk stjórnvöld geta hagað seglum í þeirri stöðu sem komin er upp, hvaða ógnum Ísland stendur helst frammi fyrir og hverjir eru valkostir stjórnvalda til viðbragðs. Ekki er auðvelt að festa hendi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein