Til baka

Grein

Ísland er fyrir ferðamenn – ekki túrista

Eitt sjónarmið starfandi ferðaþjónustuaðila gagnvart stefnumörkun ferðamála birtist í þessari grein í sumarblaðinu 2024 sem að fjallar um atvinnugreinina á Íslandi.

GALLERY MI - Food C Seafood soup
Mikið er lagt upp úr vandaðri matargerð úr íslensku hráefni í sérsniðnum sælkeraferðum þar sem leikið er við skynfæri gesta og sérvalin samsetning er hönnuð sem bragðlauka upplifun sem þeir fara með héðan í verðmætri minningu til að deila með öðrum ferð

Síðan árið 2010 hefur höfundur starfað við að bjóða erlendum og innlendum ferðamönnum í alls kyns sérsniðnar sælkeraferðir þar sem leikið er við skynfæri gesta og sérvalin góma-gleði, bæði fljótandi og föst, er rauði þráðurinn í öllum ferðunum. Hjá fyrirtæki höfundar, Magical Iceland, er eingöngu um að ræða sérsniðnar „private” ferðir fyrir fáa gesti. Strax frá upphafi var ljóst að bjóða þyrfti upp á þjónustu fyrir forvitna ferðamenn hérlendis. Útfærsla þjónustunnar felst í því að bjóða ferðaþjónustu sem gæti verið farsæl til langs tíma fyrir land og þjóð. Niðurstaða viðskiptaáætlunarinnar var mjög skýr: Ísland er fyrir ferðamenn – ekki túrista!

Hver er munurinn á ferðamönnum og túristum?

Það er gríðarlegur munur á þessum tveimur hópum og þeir haga sér á gjörólíkan hátt sem skilar sér á marga vegu inn í okkar náttúru, menningu og samfélag.

Ferðamenn ferðast á eigin vegum og oftar en ekki er það parið, fjölskyldan, vinnuferðin eða vinahópurinn sem við tökum á móti. Ferðamennina þyrstir í að kynna sér okkar menningu og þjóð og þeir eru óhræddir við að lenda í ævintýrum og upplifa eitthvað nýtt, framandi og einstakt. Ferðamenn fjárfesta í upplifun og þegar við leiðum þá í gegnum okkar fallega land í sælkeraferðum gerast töfrar sem oftar en ekki enda á vináttu enda deila ferðamennirnir einnig sinni menningu, tilfinningum, lífi, sögu og ævintýrum með okkur ekki síður en við deilum okkar lífi og sögu með þeim. Þetta fallega samband er því sannkallað „win-win” þar sem gestgjafi og gestur njóta báðir góðs …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein