Til baka

Grein

Íslenskar bókmenntir taka flugið!

Höfundar héðan eru eftirsóttir gestir á bókmenntaviðburðum um allan heim

HREFNA þýðingar á erlend mál 2

Við sem störfum á vettvangi bókmenntanna finnum að áhugi erlendra útgefenda á íslenskum nútímabókmenntum er mikill og útgefendur hafa augun opin fyrir nýjum höfundum til viðbótar við þá sem þeir hafa þegar gefið út eða þekkja til.

Reglulega berast fréttir af velgengni íslenskra rithöfunda erlendis; bækur þeirra vekja athygli og framleiddir eru sjónvarpsþættir, kvikmyndir og fleira sem byggja á þeim. Verkin lifna við á nýjum tungumálum – og í nýjum miðlum. Erlendir fjölmiðlar gera jafnan fréttum af útrás íslenskra bóka og höfunda góð skil. Allt vekur þetta jákvæða athygli á rithöfundunum og verkum þeirra og eykur jafnframt áhuga og meðvitund um íslenskar bókmenntir, menningu, listir og skapandi starf á Íslandi.

Það er ekki einföld skýring á vinsældum bókanna en meðal þess sem erlendir útgefendur og lesendur segja að einkenni oft stíl íslenskra höfunda er frásagnargleði, húmor og frumleiki.

Um langt skeið hefur markvisst verið unnið að því að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og koma þeim á framfæri og ýmsar leiðir farnar í þeim efnum.

Nú liggur fyrir tillaga til þingsályktunar um bókmenntastefnu fyrir árin 2025–2030 frá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Þar segir um sókn á erlenda markaði: „Þróuð verði umgjörð til að styrkja stöðu íslenskra bókmennta á erlendum markaði í samráði við útgefendur, rithöfunda og þýðendur.“ Ábyrgð á þessum þætti stefnunnar skuli vera hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Þarna er undirstrikað mikilvægi þess að halda áfram og vinna enn markvissar að því að koma bókmenntunum á framfæri erlendis.

Íslenskir höfundar eru eftirsóttir gestir á bókmenntaviðburðum um allan heim og unnið er …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein