Til baka

Grein

Kynbundin mismunun hefur hindrað uppbyggingu danslistar á Íslandi

Aðstöðuleysi, afskiptaleysi og mismunun gerir danslistinni erfitt uppdráttar hérlendis

Konukoppar_WEB-41 credit Owen Fiene
Úr Sundhöll Hafnarfjarðar, mynd frá verkinu Konukroppar eftir Snædísi Lilju Ingadóttur og Sigríði Ástu Olgeirsdóttur, sýnt á Reykjavík Dance Festival, 2024.
Mynd: Owen Fiene

Í samantekt sinni á sögu íslenskrar danslistar veltir Ingibjörg Björnsdóttir[d056a7] (2024) því fyrir sér hvort fjárhagslegt svelti greinarinnar megi rekja til þess að hún er fyrst og fremst borin uppi af konum. Hún spyr hvort dansarar séu ekki teknir alvarlega sem listamenn og sífellt litið á danslistir sem eins konar „litlu systkini“ annarra listgreina. Þessi spurning hefur verið viðloðandi danslistina frá miðri síðustu öld og er jafnbrýn í dag og þegar hún var fyrst sett fram. Frá upphafi hefur danslist notið mun minni fjárhagslegs og skipulagslegs stuðnings en aðrar sviðslistir á Íslandi, þrátt fyrir að vera ein helsta útflutningsgrein þeirra.

Frá frumkvöðlastarfi kvenna til innleiðingar í Þjóðleikhúsið

Á fyrstu áratugum 20. aldar þróaðist danslist samhliða leiklist í Reykjavík, sérstaklega í kringum Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó. Fyrstu dansskólarnir, stofnaðir af konum sem höfðu menntað sig erlendis í listdansi og ballett, byggðu á eldmóði þeirra frekar en opinberum stuðningi. Þrátt fyrir faglega uppbyggingu var danslist ekki metin til jafns við aðrar sviðslistir og danssýningar voru skattlagðar meira en leiksýningar og tónleikar. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli var ekki brugðist við þessu óréttlæti sem jók rekstrarkostnað og hindraði vöxt greinarinnar.

Til að berjast gegn þessum hindrunum stofnuðu leiðandi dansarar og kennarar Félag íslenskra listdansara (FÍLD) árið 1947. Markmið félagsins var að gæta hagsmuna danslistafólks, efla viðurkenningu greinarinnar og tryggja henni betri stöðu innan íslensks menningarlífs. FÍLD fékk inngöngu í Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) ári seinna en naut í fyrstu ekki sömu virðingar og aðrar listgreinar þar sem stjórn BÍL var eingöngu skipuð körlum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein