Til baka

Grein

Landbúnaðarháskóli Íslands – Háskóli í sókn – ný stefna 2024-2028

Rektor Landbúnaðarháskólan Íslands fer yfir nýja stefnu skólans í þessari grein í sumarblaðinu.

hvanneyri
Hvanneyri.
Mynd: Landbúnaðarháskólinn

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur meginstarfsstöð sína að Hvanneyri í Borgarfirði þar sem búfræðinám hófst árið 1889. Búfræðinámið er tveggja ára starfsmenntanám og er alltaf jafn vinsælt. Stór hluti þess er verklegt nám þar sem farið er yfir fjölmarga undirstöðuþætti sem nauðsynlegt er að kunna skil á við búrekstur. Námið við skólann hefur þróast mikið á þeim 135 árum sem liðin eru frá því fyrstu nemendur hófu nám að Hvanneyri. Árið 1947 voru búvísindi fyrst kennd á háskólastigi og árið 1999 var Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri stofnaður. Skólinn stækkaði síðan árið 2005 með sameiningu hans við Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Landbúnaðarháskóla Íslands.

Í dag býður Landbúnaðarháskólinn, auk búfræðinámsins, upp á háskólanám í þremur deildum; Ræktun & fæðu, Náttúru & skógi og Skipulagi & hönnun. Námið er þannig orðið fjölbreyttara og þverfaglegra en flestir gera sér grein fyrir og umhverfisvísindi og skipulagsmál skipa þar sífellt stærri sess. Grunnnám (BSc nám) er boðið á fimm námsleiðum; búvísindum, hestafræði, náttúru- og umhverfisvísindum, skógfræði og landslagsarkitektúr. Skipulagsfræði er kennd á meistarastigi (MSc) og auk þess er boðið upp á rannsóknamiðað framhaldsnám (MSc og PhD nám) á sviðum skólans. Nýverið hóf Landbúnaðarháskólinn að bjóða upp á alþjóðlegt meistaranám sem hefur hlotið góðar viðtökur, annars vegar um loftslagsbreytingar á norðurslóðum (Environmental changes at higher latitudes) og hins vegar um endurheimt vistkerfa (Restoration ecology).

Stefna Landbúnaðarháskóla Íslands 2024–2028

Ný stefna Landbúnaðarháskóla Íslands 2024–2028 tók gildi 1. janúar sl. Áherslur í nýrri stefnu eru settar fram í fjórum meginköflum:

  1. Framsækið og spennandi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein