USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Mar­el og sag­an

Skipavogin sem talin er merkilegasta iðnaðarvara sem fundin hefur verið upp á Íslandi lá til grundvallar stofnunar fyrirtækisins Marel fyrir rúmum fjörtíu árum síðan. Hér er farið yfir sögulegan bakgrunn fyrirtækisins í ljósi yfirstandandi umbreytinga á eignarhaldi þess.

unnamed
Myndin er tekin í Sjólastöðinni í Hafnarfirði árið 1983 og prýddi fyrsta sölubæklinginn sem Marel gaf út. Unga konan heitir Helga Magnúsdóttir.

Um þessar mundir er unnið að því að bandaríska fyrirtækið John Bean Technologies (JBT) eignist Marel hf. Formlegar viðræður fyrirtækjanna um samruna hófust snemma á þessu ári og gert er ráð fyrir því að viðskiptin verði frágengin í árslok. Í ágúst veittu hluthafar JBT samþykki sitt fyrir kaupunum á Marel. Enn eiga þó 90% hluthafa í Marel og eftirlitsaðilar (samkeppnisyfirvöld) eftir að leggja blessun sína yfir samrunann.

Salan á Marel hlýtur að teljast stórviðburður í íslensku viðskiptalífi. Því er full ástæða til að rifja upp mikilvæga áfanga í sögu fyrirtækisins og hvernig grunnur var lagður að sókn þess og sigrum.

Krúnudjásnið

Í fróðlegu viðtali við vefmiðilinn Innherja í júní síðastliðnum var Brian Deck, forstjóri JBT, spurður að því hvort hann gerði sér ekki glögga grein fyrir því að hann væri að kaupa „krúnudjásnið“ í atvinnu- og viðskiptalífi Íslands og á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við áttum okkur fyllilega á því og fögnum mikilvægi Marel á Íslandi,“ svaraði bandaríski forstjórinn. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að arfleifðin lifi áfram.“

Sú arfleifð er sannarlega ekki lítils verð. Marel hefur lengi verið fyrirmynd íslenskra nýsköpunarfyrirtækja og á síðari árum flaggskip atvinnulífsins. Sagan af því hvernig Marel breyttist úr örsmáu fyrirtæki á Íslandi í alþjóðlegan risa á sínu sviði er einstök og á sér vart hliðstæðu hérlendis. Öllum sem til þekkja er ljóst hversu mikilvægt Marel hefur verið fyrir þjóðarbúskap Íslendinga enda var það um árabil langverðmætasta félagið í Kauphöll Íslands. Þegar gengi íslensku krónunnar lækkaði nokkuð í nóvember 2023 voru ástæður gengisfallsins einkum sagðar vera tvær, eldhræringar á Reykjanesskaga og erfiðleikar hjá Marel. Þá hafði um tíma hver fréttin rekið aðra af sviptingum í fyrirtækinu og gengi hlutabréfa lækkað skarpt.

Tilraun sem varð að gera

Marel hf. var stofnað í marsmánuði 1983 og spratt upp af samstarfi Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands og Framleiðni sf., hagræðingarfyrirtækis í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Markmiðið var að þróa og selja tölvuvogir og gagnavinnslukerfi í íslensk frystihús. Samstarfið hafði þá staðið í nokkur ár. Fyrsta frystihúsavogin sem hönnuð var á Raunvísinda­stofnun var tilbúin seint í október 1978 og sett upp fáeinum mánuðum síðar í frystihúsi Meitilsins í Þorlákshöfn. Vörumerkið Marel var fyrst notað seint á árinu 1979.

Frumkvöðull að vogarverkefninu á Raunvísindastofnun var Rögnvaldur Ólafsson, dósent í eðlisfræði. Rögnvaldur var mikill eldhugi og hlaut síðar heiðursviðkenningu Útflutningsverðlauna forseta Íslands fyrir frumkvöðlastörf í tækni og vísindum og þann þátt sem hann átti í að stofna Marel og efla með því íslenskan útflutningsiðnað. Annars voru brautryðjendur Marel og lykilstarfsmenn, hvort heldur var í tækniþróun eða sölu- og markaðsmálum, langflestir verkfræðingar. Marel var lengi sannkallað verkfræðingafyrirtæki.

Fyrstu árin var Sambandið ráðandi hluthafi í Marel. Í viðtali við tímaritið Frjálsa verslun um það leyti sem Marel var stofnað sagði Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, að hér væri um „mjög áhugavert iðnþróunarverkefni“ að ræða. Spurningin væri „hvort okkur Íslendingum muni takast að byggja hér upp iðnað sem hafi sterkan og tæknilega þróaðan sjávarútveg að bakhjarli sem aðalmarkmið og hvort við getum á þeim grundvelli sérhæft okkur til arðbærrar iðnaðarframleiðslu, meðal annars til útflutnings“. Síðan bætti forstjórinn við: „Hvort fyrirtækið verður arðbært verður framtíðin að leiða í ljós en við vorum sammála um að þessa tilraun yrði að gera. Á það verður síðan að reyna hvort hún tekst eða ekki.“

Marel var sem sagt á upphafsárunum í „græna“ hluta íslensks atvinnulífs og af ýmsum stimplað sem „framsóknarfyrirtæki“. Tvískipting atvinnulífsins á þessum árum er eflaust mörgum enn í fersku minni en fyrirtæki á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH), „bláu“ frystihúsin, skiptu nær eingöngu við Pólinn (síðar Pólstækni) á Ísafirði sem lengi veitti Marel harða samkeppni. Á fyrstu starfsárum Marel reyndist oft og tíðum auðveldara að selja vogir og aðrar framleiðsluvörur út fyrir landsteinana heldur en yfir þau pólitísku og viðskiptalegu landamæri sem lágu þvert um Ísland.

Erfiðir dagar biðu Sambandsins og eftir að það seldi hlut sinn í Marel árið 1988 urðu Þróunarfélag Íslands og Hagvirki hf. stærstu hluthafarnir um skeið. Skömmu síðar eignaðist Burðarás (eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins) hlut í Marel og varð síðan á árinu 1992 kjölfestufjárfestir í fyrirtækinu með um 40% eignarhlut. Sama ár varð Marel eitt fyrsta fyrirtækið sem skráð var á Verðbréfaþing Íslands (Kauphöll Íslands). Burðarás var ráðandi hluthafi í Marel fram til ársins 2005 en síðla það ár varð Eyrir Invest langstærsti hluthafinn og hefur verið fram til þessa dags. Eignarhlutur Eyris varð mestur um 40% en hefur lengst af verið nálægt 30% og er nú tæp 25%.

Skin og skúrir

Marel hafði byr í seglin í fyrstu og árið 1986 var fjöldi starfsfólks orðinn nærri 50. Fyrirtækið hafði þá sprengt utan af sér upphaflegt húsnæði við Suðurlandsbraut 32 og flutt að Höfðabakka 9 þar sem það var til húsa fram á sumar 2002 þegar það flutti í núverandi húsakynni við Austurhraun í Garðabæ. Fljótlega hófst útflutningur til Noregs og árið 1985 var stofnað dótturfyrirtæki í Halifax í Kanada, Marel Equipment.

En …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.

Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.