Til baka

Grein

„Meiri þörf að koma upp frjórri kaupmannastétt“

Viðskiptamódel Ragnars Jónssonar í Smára, er til umfjöllunar í þessari grein af tilefni þess að 120 ár voru liðin frá fæðingu hans fyrr í mánuðinum. Margt má læra af sögunni og einum allra hugmyndaríkasta athafnamanni síðustu aldar hérlendis.

ragnarismara_20.2.2024
Ragnar Jónsson í Smára.
Mynd: Úr einkasafni

Árið 1974 spurði Gylfi Gíslason myndlistarmaður Ragnar í Smára að því hvað hann hafi ætlaði sér að verða þegar hann var að alast upp. „Ég ætlaði mér alltaf að verða prestur,“ svaraði Ragnar enda hefði hann sem strákur haft mikinn áhuga fyrir trúmálum og kirkjuferðum. „Og hvað kom til að þú gerðir ekki alvöru úr þessu?“ spurði Gylfi. „Vegna þess að mér fannst vera meiri þörf að koma upp frjórri kaupmannastétt,“ útskýrði Ragnar. Umræddu viðtali var útvarpað í tilefni af sjötugsafmæli þessa litríka iðnrekanda og um þessar mundir er ástæða til að minnast 120 ára afmælis hans. Ragnar leitaði nefnilega ýmissa leiða til að frjóvga kaupmennsku sína og annarra og má enn margt af honum læra.

Smjörlíki, sápa og brennisteinn

Einar Ragnar Jónsson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Mundakoti á Eyrarbakka 7. febrúar 1904 og átti ekki langt að sækja athafnasemina. Faðir hans, Jón Einarsson, var bóndi, útgerðarmaður og hreppstjóri. Það var hins vegar móðirin, Guðrún Jóhannsdóttir, sem kenndi Ragnari að meta bókmenntir og konurnar á hinu hálfdanska menningarheimili Húsinu þar í bænum sem kynntu hann fyrir tónlist og myndlist.

smjorliki-19290119i1p5
Smjörlíkisgerðin var eitt af fyrstu iðnfyrirtækjum landsins, stofnað árið 1919.
Mynd: Fálkinn, 1929

Að lokinni útskrift úr Verzlunarskólanum 1922 hóf Ragnar störf sem sölumaður hjá Smjörlíkisgerðinni sem hafði verið stofnuð af Gísla Guðmundssyni gerlafræðingi ásamt fleirum þremur árum fyrr. Þangað réði sig líka annar ungur maður með viðskiptavit og menningaráhuga, Þorvaldur Thoroddsen, en afi hans var Jón Thoroddsen sýslumaður, höfundur skáldsagnanna Pilts og stúlku og Manns og …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein