USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Nóbels­verð­laun í hag­fræð­i: For­sag­an og nið­ur­stað­an 2024

Sögulegt yfirlit Nóbelsverðlaunanna í hagfræði ásamt innsýn í rannsóknir verðlaunahafanna þriggja sem hlutu verðlaunin í ár.

Stockholms_Stadshuset_City_Hall_Stockholm_2016_01
Stadshuset er ráðhús Stokkhólms og þar er árlega haldin Nóbelsveislan í bláa salnum eftir verðlaunaafhendinguna í desember.
Mynd: Wikipedia

Seðlabanki Svíþjóðar fagnaði 300 ára afmæli sínu 1968 með því að stofna hagfræðiverðlaun í minningu Alfreds Nobel og hafa þau æ síðan verið talin til Nóbelsverðlauna. Þetta voru þau ár þegar bankinn hafði fleiri garðyrkjumenn en hagfræðinga í þjónustu sinni.

Brautin rudd

Verðlaunin voru fyrst veitt 1969 Norðmanni og Hollendingi sem ruddu brautina að notkun tölfræði í hagfræði og fluttu hagfræði með því móti úr flokki þeirra greina þar sem fræðileg rök eru í fyrirrúmi (líkt og í heimspeki og stærðfræði) yfir í flokkinn þar sem fræðileg rök þurfa að haldast í hendur við reynslurök studd mælingum og tölfræðilegum athugunum (líkt og í eðlisfræði og líffræði).

Næstur í röðinni var Paul Samuelson 1970. Hann var prófessor á MIT, einn áhrifamesti hagfræðingur 20. aldar. Hann lagði í doktorsritgerð sinni grunninn að notkun stærðfræði í hagfræði, stillti hagfræði upp við hlið eðlisfræðinnar, birti mikilvægar greinar í nær öllum sérgreinum hagfræðinnar og skrifaði næstfyrstu og í senn áhrifamestu alhliða kennslubókina handa byrjendum 1948 (nú í 20. útgáfu). Æ síðan eru allar slíkar bækur steyptar í sama mót. Hann skrifaði lengi dálka um efnahagsmál handa almenningi í Newsweek þriðju hverja viku. Hann var einn með öllu, eins og sagt er, andaðist í hárri elli 2009 og eyddi síðustu árum ævinnar í að birta greinar í líffræðitímaritum.

Sú rödd hafði heyrzt að eðlisfræði dauðra hluta ætti ef til vill síður við sem fyrirmynd handa hagfræðingum en líffræði sem fjallar um lifandi verur. Newton hafði sagt þegar hann tapaði stórfé á bólu sem sprakk: Ég get sagt fyrir um gang himintunglanna, en ekki um æði mannanna. Kannski var Samuelson að leita leiða í líffræði til að teyma hagfræði inn á nýjar brautir. Ég sat einu sinni til borðs með honum í fámennum kvöldverði í New York. Það fannst mér eins og að hitta Paul McCartney sem ég sá þó aðeins og heyrði af fáeinna metra færi.

Árin liðu. Frá öndverðu hafa Nóbelsverðlaunin í hagfræði verið veitt 95 mönnum, þar af 66 Bandaríkjamönnum, tíu Bretum, fjórum Frökkum, þrem Norðmönnum, tveim Hollendingum, tveim Indverjum og tveim Svíum. Finnar, Ísraelar, Kanadamenn, Rússar, Tyrkir og Þjóðverjar eiga einn verðlaunaþega hvert land. Þrjár konur eru í hópnum, tveir stjórnmálafræðingar, einn stærðfræðingur og einn sálfræðingur. Hér eru verðlaunahafarnir flokkaðir að mestu eftir háskólunum þar sem þeir vinna frekar en eftir upprunalöndum. Væri reglunni fylgt út í æsar myndi hlutdeild Bandaríkjanna í hópnum hækka enn frekar. Langflestir eru verðlaunaþegarnir alls óþekktir meðal almennings, en sumir eru þó vel kunnir og þá aðallega fyrir blaðaskrif.

Verðugir verðlaunahafar

Breið sátt hefur ríkt um verðlaunin í hópi hagfræðinga frá öndverðu. Sjaldan hefur því verið haldið fram að óverðugum mönnum hafi verið veitt verðlaunin ólíkt því sem á við um bókmenntaverðlaunin sem gengu sumum helztu rithöfundum heimsins úr greipum, þar á meðal Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges.

Þeir sem efast um réttmæti Nóbelsverðlauna í hagfræði með þeim rökum að hagfræði sé mjúk vísindi í andstöðumerkingu við harða eðlisfræði og hagfræðingar geti aldrei komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut hafa á röngu að standa frá mínum bæjardyrum séð. Helztu kennslubækur í hagfræði eru svo að segja næstum allar eins líkt og í eðlisfræði. Óleyst mál í hagfræði eiga ýmislegt sammerkt með óleystum gátum eðlisfræðinnar. Ágreiningur meðal eðlisfræðinga um efnisatriði er sízt minni en meðal hagfræðinga. Hagfræðinga greinir til dæmis á um hvort nauðsynlegt sé að tryggja óyggjandi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.