USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Nóbels­verð­laun í vinnu­mark­aðs­hag­fræði

Claudia Goldin fær verðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfreð Nóbel, 2023. Hér er farið yfir rannsóknir hennar, meðal annars á mátti pillunnar og hvernig græðgisstörf hafa áhrif á launamun og kynjamismunun.

Claudia goldin
Mynd: AFP

Í október síðastliðnum var tilkynnt að Claudia Goldin hlyti hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans í ár fyrir að auka skilning á vinnumarkaði kvenna og fyrir að varpa ljósi á ástæður kynjamunar á launum og vinnumarkaðsþátttöku. Hagfræðiverðlaunin voru fyrst veitt árið 1969 og síðan þá hafa 93 einstaklingar hlotið verðlaunin. Fyrsta konan til þess að fá Nóbel í hagfræði var Elinor Ostrom árið 2009 fyrir rannsóknir sínar á hagstjórn auðlinda. Esther Duflo fékk svo verðlaunin fyrir framlag sitt til þróunarhagfræði árið 2019 og var þá jafnframt yngsti einstaklingur sögunnar til þess að hljóta Hagfræðiverðlaunin, 46 ára gömul. Claudia Goldin er þriðja konan til þess að hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði auk þess að vera sú fyrsta sem deilir þeim ekki með öðrum, en algengast er að tveir til fjórir einstaklingar deili verðlaununum.

Claudia Goldin er fædd í Bandaríkjunum árið 1946. Hún lauk doktorsnámi frá Chicago háskóla árið 1973 og hefur síðan þá kennt og stundað rannsóknir við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum. Frá árinu 1990 hefur hún starfað við hagfræðideild Harvard háskóla, þar sem hún var fyrsta konan til þess að fá fastráðningu. Hún var einnig fyrsta konan sem var boðin fastráðning við hagfræðideildirnar í Princeton háskóla og við Pennsylvania háskólann. Í rannsóknum sínum sameinar Claudia hagfræði, sagnfræði og tölfræði til þess að greina breytingar á vinnumarkaði kvenna yfir 200 ára tímabil. Hún beinir ljósi sínu að þeirri þróun sem hefur orðið á launum og vinnumarkaðsþátttöku kvenna og hefur í kjölfarið rannsakað helstu orsakir þeirra breytinga sem hafa átt sér stað frá árinu 1790 til dagsins í dag. Í nýlegum rannsóknum hefur hún einnig einblínt á þá þætti sem hún telur hafa staðið í vegi fyrir að fullu jafnrétti sé náð.

Rannsóknarferill

Í doktorsnámi sínu kynntist Claudia Goldin meðal annars Robert Fogel sem var aðalleiðbeinandi hennar í náminu. Árið 1993 fékk hann verðlaun Nóbels fyrir að sameina hagfræði og sagnfræði til þessa að skilja orsakir og afleiðingar þrælahalds á bandarískum vinnumarkaði. Gary Becker hóf auk þess störf við hagfræðideild Chicago um það leyti sem Claudia var að byrja í sínu námi en hann var frumkvöðull í því að nýta hagfræðikenningar til þess að skoða ákvarðanir einstaklinga í víðara samhengi og skrifað til að mynda greinar um hagfræði afbrota, hjónabanda og barneigna. Hann fékk Nóbelsverðlaun fyrir að beita hagfræði til að greina mannlega hegðun. Claudia Goldin sameinar nálgun þessara kennara sinna og leitast við að greina ákvarðanir fjölskyldna út frá sagnfræði- og hagfræðikenningum. Hún vildi til að mynda rannsaka betur ákvarðanir fjölskyldna um búsetu, barneignir og um það hver aflar tekna fyrir heimilið. Hún segir sjálf frá því að það var þó ekki fyrr en hún var búin að liggja yfir slíkum rannsóknarspurningum í einhver ár þegar hún áttaði sig á því að hún hafði gefið ákvörðunum kvenna lítinn gaum. Þær rannsóknir og heimildir sem hún nýtti sjálf horfðu nær eingöngu á vinnumarkaðinn út frá karlmönnum, jafnvel þó að mun róttækari breytingar hefðu orðið á vinnumarkaðsþátttöku kvenna. Auk þess sá hún fljótt að það var skortur á gögnum þegar kom að vinnumarkaðsþátttöku og launum kvenna, en vinnumarkaðskannanir horfðu oft eingöngu til fyrirvinnu heimilisins og vinnuframlag giftra kvenna því yfirleitt falið í gögnunum.

Claudia Goldin hóf því að leita gagna úr ýmsum áttum til að öðlast betri mynd af því hvernig vinnumarkaður kvenna hafi þróast í gegnum árin. Hún nýtir meðal annars skýrslur frá Women‘s Bureau og Census of Manufactures til þess að fylgja eftir vinnumarkaði bandarískra kvenna frá 1790 til dagsins í dag. Rannsóknin sem fjallað er um í bókinni Understanding the Gender Gap (C. Goldin, 1990) leiddi í ljós að atvinnuþátttaka giftra kvenna hafði dregist töluvert saman á nítjándu öld áður en hún tók aftur að aukast á tuttugustu öldinni. Gögnin vörpuðu auk þess ljósi á ýmsar breytingar vinnumarkaðarins og áhrif þessara breytinga á konur. Þannig minnkaði til að mynda vinnumarkaðsþátttaka kvenna þegar störf færðust úr landbúnaði og yfir í verksmiðjurnar. Þegar störfin tóku að flytjast úr verksmiðjum yfir á skrifstofur jókst atvinnuþátttaka kvenna aftur en á sama tíma varð aukin aðgreining kynjanna á vinnumarkaði og það varð þannig algengara að líta á ákveðin störf sem kvennastörf og önnur sem karlastörf.

Claudia bendir á að eigi fólk börn þá sé nánast …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.