Til baka

Grein

Skattar og landsframleiðsla

Hér birtist annað viðbragð skýrsluhöfunda við gagnrýni Ásgeirs Daníelssonar á skrif þeirra.

gsf0333
Mynd: Golli

Ásgeir Daníelsson hagfræðingur ritar grein í Vísbendingu 6. desember sl. þar sem hann gerir athugasemdir við efni í viðauka E í skýrslu Hagrannsókna um veiðigjald landsframleiðslu og tekjur hins opinbera. Athugasemdir Ásgeirs virðast byggjast á misskilningi hans á þjóðhagslíkani því sem rætt er um í þessum viðauka. Verður það nú nánar rakið.

  1. Þjóðhagslíkan okkar er ekki gamaldags Keynesískt líkan af þeirri gerð sem Haavelmo fjallaði um árið 1945 í árdaga Keynesískrar hagfræði. Þegar af þeim sökum er engin ástæða til að ætla að niðurstöður úr líkani okkar eigi að hafa eitthvað sameiginlegt með niðurstöðum Haavelmo. Raunar er líkan það sem Haavelmo skoðaði gert fyrir hagkerfi í djúpri efnahagskreppu og afskaplega óraunsæ lýsing á hagkerfi í langtímajafnvægi sem við fjöllum um.
  2. Ásgeir telur það ekki standast að skattar á heimili séu innri stærð í líkani okkar; talar um „skrýtna forsendu“ og segir hana úr „úr lausu lofti gripna“. Þessu erum við ósammála. Skattar á heimili, mest neysluskattar og tekjuskattar, eru auðvitað nátengdir tekjum heimilanna og þar með þjóðarframleiðslunni. Af þessum sökum hljóta þeir að vera innri stærð í gangvirki efnahagslífsins. Vera kann að Ásgeir sé hér að rugla saman skatthlutföllum, sem vissulega eru stærð sem opinberir aðilar geta ákveðið, og skatttekjum af heimilum sem eru stærðin sem um er að ræða í þjóðhagslíkani okkar.
  3. Ásgeir fullyrðir að forsenda okkar um að skattar á heimili séu innri stærð ráði niðurstöðum í líkani okkar. Þetta er einfaldlega rangt. Það er til að mynda staðfest í líkingu (9) í grein hans sjálfs, sem sýnir …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein