Til baka

Grein

Sköpunargáfan skapar verðmæti

Opnunargrein ráðherra nýsköpunar- og menningarmála í þemablaði Vísbendingar um skapandi greinar

dsf7464
Hluti af langtíma ljósmyndaverkinu Birki eftir Pétur Thomsen á sýningu hans Landnám í Hafnarborg 2024.
Mynd: Golli

Stuðningur ríkisins við listgreinar hefur lengi verið umdeildur og í tímans rás hafa jafnvel heyrst raddir um að skattfé sé illa varið með slíkum stuðningi. Heldur hefur dregið úr slíkri gagnrýni á undanförnum árum, enda hefur verið sýnt fram á hversu mikið framlag hinna skapandi greina er til samfélagsins, bæði efnahagslega og samfélagslega.

Sköpunargáfan hefur ekki aðeins leitt til listaverka sem vekja tilfinningar og endurspegla samtímann, heldur hefur hún einnig stuðlað að tækninýjungum og nýjum leiðum til að skilja og túlka heiminn. Á undanförnum árum hefur vöxtur í hugvitsdrifnum atvinnugreinum verið gríðarlegur, útflutningstekjur af hugviti námu um 300 milljörðum króna á síðasta ári. Listir, menning og skapandi hugsun eru ekki aðeins drifkraftar nýsköpunar heldur einnig undirstaða gagnrýninnar hugsunar, félagslegrar samheldni og menningarlegrar fjölbreytni. Á tímum þar sem gervigreind getur framleitt tónverk og myndverk í gríð og erg hefur gildi mennskrar sköpunar aldrei verið skýrara. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að skapandi greinar, hvort sem þær snúa að hönnun, tónlist, kvikmyndagerð eða öðrum listformum, hafa margföldunaráhrif á aðrar atvinnugreinar. Þær nýtast t.d. í markaðssetningu, vörumerkjastefnu, byggingarlist og jafnvel í vísindalegum rannsóknum þar sem sköpunargáfa er nauðsynleg til að hugsa út fyrir boxið. Það er því ekki spurning hvort listir og skapandi greinar eigi rétt á stuðningi, heldur hversu markvisst við styðjum við þær sem bæði efnahagslegan og menningarlegan drifkraft.

Hugsum um stóra samhengið

Alvöru fjárfesting í framtíðinni þarf að byggja á heildarhugsun og langtímasýn. Við getum ekki leyft okkur að horfa bara til næstu kosninga. Við þurfum að …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein