Til baka

Aðrir sálmar

Snertipunktar við Hörpu

Hagfræðilegar greiningar og alþjóðleg fjármál

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku voru tvær stórar alþjóðlegar tveggja daga ráðstefnur samhliða í Hörpunni sem ritstjóri lagði sig fram um að sitja báðar, á víxl.

Ljóst að húsið skapar magnaða alþjóðlega umgjörð fyrir samveru og upplifun – auk mikilla efnahagslegra áhrifa, eins og síðari grein vikuritsins fjallar um.

Önnur ráðstefnan var þriðja útgáfan af Wellbeing Economy Forum – sem er samkoma fyrir fagaðila varðandi velsældarhagkerfi. Þar sátu alþjóðlegir gestir og innlendir sem hafa sérhæft sig á sviði velsældar, funduðu og kynntu fyrir öðrum og kynntu sér stöðu mála á alþjóðavísu innan sviðsins. Þar héldu meðal annarra erindi leiðandi raddir af sviði nýrrar hugsunar í hagfræði eins og Mariana Mazzucato og Kate Raworth.

Hin ráðstefnan var haldin í annað sinn, á vegum Seðlabanka Íslands og Northwestern háskólans í Bandaríkjunum. Hún kallast Reykjavik Economics Conference – þar sem seðlabankafólk og fræðimenn komu saman og hlýddu á nokkra lykilfyrirlestra seðlabankastjóra og kynningar fræðimanna á rannsóknum auk pallborðsumræðna. Þar stóðu í pontu meðal annars seðlabankastjóri Englandsbanka sem hélt mjög áhugavert erindi auk fleirri evrópskra seðlabankastjóra. Ásamt fjórum bandarískum seðlabankastjórnendum, ræður þeirra tveggja sem sitja í stjórn seðlabankans í Washington fjölluðu um atvinnuþátttöku og gervigreind.

Forsíðugrein blaðs vikunnar er fyrri hluti ítarlegrar yfirferðar um mikilvæg atriði varðandi hvernig standa skuli reikningsskil virðismyndunar innan fyrirtækja og stofnana, ásamt ábyrgð stjórnar á skýrslugjöf í því sambandi. Það efni tengist óbeint umfjöllun beggja ráðstefna. Því ætli Ísland að vera fullgildur þátttakandi í alþjóðlega efnahagskerfinu og auka hagsæld þurfa reikningsskil hérlendis að standast alþjóðlegan samanburð.

Langsótti lærdómurinn af þátttöku Íslands í fjármálakerfi á alþjóðavísu verður að fela í sér bætta innleiðingu evrópskra reglugerða og eflingu gæða upplýsingagjafar í árlegum reikningsskilum. Annars er ekki að vænta þátttöku erlendra fjárfesta hérlendis, jafnvel þótt bæði prófessor og ráðherra telji íslenska banka vera meðal öruggustu fjárfestinga sem til eru, bæði í vikunni og líklegast öllum heiminum.

Næsta grein