USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Snerti­punkt­ar við Hörpu

Hagfræðilegar greiningar og alþjóðleg fjármál

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku voru tvær stórar alþjóðlegar tveggja daga ráðstefnur samhliða í Hörpunni sem ritstjóri lagði sig fram um að sitja báðar, á víxl.

Ljóst að húsið skapar magnaða alþjóðlega umgjörð fyrir samveru og upplifun – auk mikilla efnahagslegra áhrifa, eins og síðari grein vikuritsins fjallar um.

Önnur ráðstefnan var þriðja útgáfan af Wellbeing Economy Forum – sem er samkoma fyrir fagaðila varðandi velsældarhagkerfi. Þar sátu alþjóðlegir gestir og innlendir sem hafa sérhæft sig á sviði velsældar, funduðu og kynntu fyrir öðrum og kynntu sér stöðu mála á alþjóðavísu innan sviðsins. Þar héldu meðal annarra erindi leiðandi raddir af sviði nýrrar hugsunar í hagfræði eins og Mariana Mazzucato og Kate Raworth.

Hin ráðstefnan var haldin í annað sinn, á vegum Seðlabanka Íslands og Northwestern háskólans í Bandaríkjunum. Hún kallast Reykjavik Economics Conference – þar sem seðlabankafólk og fræðimenn komu saman og hlýddu á nokkra lykilfyrirlestra seðlabankastjóra og kynningar fræðimanna á rannsóknum auk pallborðsumræðna. Þar stóðu í pontu meðal annars seðlabankastjóri Englandsbanka sem hélt mjög áhugavert erindi auk fleirri evrópskra seðlabankastjóra. Ásamt fjórum bandarískum seðlabankastjórnendum, ræður þeirra tveggja sem sitja í stjórn seðlabankans í Washington fjölluðu um atvinnuþátttöku og gervigreind.

Forsíðugrein blaðs vikunnar er fyrri hluti ítarlegrar yfirferðar um mikilvæg atriði varðandi hvernig standa skuli reikningsskil virðismyndunar innan fyrirtækja og stofnana, ásamt ábyrgð stjórnar á skýrslugjöf í því sambandi. Það efni tengist óbeint umfjöllun beggja ráðstefna. Því ætli Ísland að vera fullgildur þátttakandi í alþjóðlega efnahagskerfinu og auka hagsæld þurfa reikningsskil hérlendis að standast alþjóðlegan samanburð.

Langsótti lærdómurinn af þátttöku Íslands í fjármálakerfi á alþjóðavísu verður að fela í sér bætta innleiðingu evrópskra reglugerða og eflingu gæða upplýsingagjafar í árlegum reikningsskilum. Annars er ekki að vænta þátttöku erlendra fjárfesta hérlendis, jafnvel þótt bæði prófessor og ráðherra telji íslenska banka vera meðal öruggustu fjárfestinga sem til eru, bæði í vikunni og líklegast öllum heiminum.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.

Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.