USD 125,2 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 169,0 -0,2%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,4 -0,4%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,2 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 169,0 -0,2%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,4%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,4 -0,4%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Stjórn­kænska og skipu­lags­gáf­ur

Stjórnvöld um allan heim þurfa að taka sig á í loftslagsmálum

AFP__20241110__zarzycka-cop29sta241110_np0FX__v1__HighRes__Cop29StartsTomorrowInBaku
Nú í þessari viku og þeirri næstu stendur yfir COP29 loftslagsráðstefnan í Baku höfuðborg Aserbaísjan
Mynd: AFP

Það eru enn til menn sem neita því að loftslagsbreytingar séu af manna völdum. Þeir sigra jafnvel kosningar. Þrátt fyrir að um 98% vísindamanna telji öruggt að loftslagsbreytingarnar séu vegna manna. Íbúar svæða sem lenda í hamförum vegna breytinganna mótmæla æ oftar, jafnvel með því að henda drullunni sem flæðir um göturnar í konunginn sinn, eins og í Valencia á Spáni nýverið. Þannig birtast afleiðingar þess að gera of lítið og of seint – sem felur og í sér mun meiri kostnað. Og tíminn er að renna út.

Framlag fyrirtækjanna verður skýrara frá og með næsta ári þegar að evrópskar reglur og alþjóðlegir reikningsskilastaðlar taka gildi varðandi sjálfbærni og loftslagsaðgerðir í rekstri. Forsíðugrein Vísbendingar þessarar viku sýnir að staðan hjá íslenskum fyrirtækjum er ekki góð. Á hinu opinbera sviði er svipað hér upp á teningnum, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á, varðandi skort á aðgerðum.

Sameinuðu þjóðirnar halda nú loftslagsfund sinn í Aserbaísjan, minnst lýðræðislega ríki Evrópu meðal annars vegna árása æðstu stjórnvalda á blaðamenn eins og Greta Thunberg bendir á.

Lögð er þar áhersla á að alþjóðasamvinna í málaflokknum megi ekki dvína og OECD hefur dregið fram að aukinn metnað þurfi við uppfærslu þjóðlegra markmiða hvers lands til að ná takmarkinu sem sett var í París 2015.

En síðan eru það þessir menn – eins og Trump. Sem í sigurræðu sinni í síðustu viku sagði hróðugur: Við eigum meira fljótandi gull en nokkur annar – og var þar að vísa til olíunnar. Meira en Sádi Arabía sagði hann og áhorfendur fögnuðu. Staðreyndin er sú, studd með gögnum frá CIA leyniþjónustu Bandaríkjanna, að Sádi Arabía hefur yfir að ráða um sjöfalt meiri olíubirgðum. En staðreyndir skipta ekki máli lengur – að því er virðist – eða hvað?

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.