Til baka

Aðrir sálmar

Stjórnkænska og skipulagsgáfur

Stjórnvöld um allan heim þurfa að taka sig á í loftslagsmálum

AFP__20241110__zarzycka-cop29sta241110_np0FX__v1__HighRes__Cop29StartsTomorrowInBaku
Nú í þessari viku og þeirri næstu stendur yfir COP29 loftslagsráðstefnan í Baku höfuðborg Aserbaísjan
Mynd: AFP

Það eru enn til menn sem neita því að loftslagsbreytingar séu af manna völdum. Þeir sigra jafnvel kosningar. Þrátt fyrir að um 98% vísindamanna telji öruggt að loftslagsbreytingarnar séu vegna manna. Íbúar svæða sem lenda í hamförum vegna breytinganna mótmæla æ oftar, jafnvel með því að henda drullunni sem flæðir um göturnar í konunginn sinn, eins og í Valencia á Spáni nýverið. Þannig birtast afleiðingar þess að gera of lítið og of seint – sem felur og í sér mun meiri kostnað. Og tíminn er að renna út.

Framlag fyrirtækjanna verður skýrara frá og með næsta ári þegar að evrópskar reglur og alþjóðlegir reikningsskilastaðlar taka gildi varðandi sjálfbærni og loftslagsaðgerðir í rekstri. Forsíðugrein Vísbendingar þessarar viku sýnir að staðan hjá íslenskum fyrirtækjum er ekki góð. Á hinu opinbera sviði er svipað hér upp á teningnum, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á, varðandi skort á aðgerðum.

Sameinuðu þjóðirnar halda nú loftslagsfund sinn í Aserbaísjan, minnst lýðræðislega ríki Evrópu meðal annars vegna árása æðstu stjórnvalda á blaðamenn eins og Greta Thunberg bendir á.

Lögð er þar áhersla á að alþjóðasamvinna í málaflokknum megi ekki dvína og OECD hefur dregið fram að aukinn metnað þurfi við uppfærslu þjóðlegra markmiða hvers lands til að ná takmarkinu sem sett var í París 2015.

En síðan eru það þessir menn – eins og Trump. Sem í sigurræðu sinni í síðustu viku sagði hróðugur: Við eigum meira fljótandi gull en nokkur annar – og var þar að vísa til olíunnar. Meira en Sádi Arabía sagði hann og áhorfendur fögnuðu. Staðreyndin er sú, studd með gögnum frá CIA leyniþjónustu Bandaríkjanna, að Sádi Arabía hefur yfir að ráða um sjöfalt meiri olíubirgðum. En staðreyndir skipta ekki máli lengur – að því er virðist – eða hvað?

Næsta grein