USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Stönd­um á þrös­k­uldi nýrra tíma

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var þingmaður Kvennalista, borgarstjóri Reykjavíkurlista, ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, fyrir og eftir hrunið. Hún verður sjötug núna í árslok. Í þessu viðtali förum við yfir stöðu heimsmálanna og komum inn á starfsferil hennar og reynslu úr alþjóðastarfi síðan að stjórnmálaferlinum lauk fyrir fimmtán árum.

dsf2746
Mynd: Golli

Ég þakka Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bjóða mér heim til sín fyrir þetta viðtal í áramótablað Vísbendingar sem er helgað alþjóðamálum í árslok 2024. Við erum nágrannar og höfum oft rekist á hvort annað í götunni, þannig að ég gat nokkrum sinnum beðið hana um viðtal.

Heimilið er bjart og fallegt, með útsýni til margra átta, fjölda bóka í hillum jafnt sem á borðum, og fögrum listaverkum sem prýða stigahús, ganga og stofur.

Þú býrð hér í gamla Vesturbænum í Reykjavík en hefur starfað mikið erlendis frá því að stjórnmálaferlinum lauk. Byrjum á því að fara aðeins yfir hvað þú hafir verið að gera síðan:

„Ég sótti um stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum sem var auglýst fyrir yfirmann UN Women í Afganistan. Ég hafði raunar áður unnið aðeins með UNIFEM sem var forveri UN Women, meðal annars í Palestínu á sínum tíma, og þess vegna vissi fólk þar hver ég var og hvað ég hafði verið að gera. Það var viss krísa og uppnám á skrifstofu samtakanna í Kabúl og mér var bent á að sækja um sem að síðan fylgdi ströngu ráðningarferli og endaði með því að ég fer í nóvember 2011 til Afganistan og er þar árin 2012 og 2013.“

Frá Kabúl til Istanbúl

„Þá er síðan verið að stofna svæðisskrifstofu yfir UN Women í Istanbúl í Tyrklandi fyrir Evrópu og Mið-Asíu og þegar auglýst er eftir yfirmanni til að setja þá skrifstofu á fót, þá sæki ég um það starf og fæ. Þar er ég í þrjú og hálft ár til 2017. Þar fer ég úr því að vera á vettvangi yfir í að stýra stærri stofnun og stóru starfssvæði hennar.

Síðan er þriðja staðan í þessum alþjóðlega starfsferli að stýra árin 2017–2020 lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu (ODIHR) Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE / OSCE) sem starfrækt er í Varsjá í Póllandi. Þetta er sjálfstæð stofnun sem heyrir ekki undir hinn pólitíska strúktúr ÖSE í Vín heldur á að hafa sjálfstætt eftirlit með lýðræðismálefnum. Þar á meðal kosningum og mannréttindum í löndunum og lýtur því ekki boðvaldi stjórnmálanna. En vissulega stendur stofnunin ábyrg gagnvart fastaráði ÖSE í Vín – en er samt sjálfstæð.“

Frá Varsjá til Bagdad

Eftir þrjú ár í starfinu hefði Ingibjörg getað verið annað þriggja ára tímabil í Varsjá en þá vildu tyrknesk stjórnvöld útiloka tiltekin félagasamtök í starfi ODIHR á þeirri forsendu að þau væru hryðjuverkasamtök. Það vildi Ingibjörg ekki beygja sig undir sem yfirmaður eða taka þátt í enda samtökin hvergi skilgreind sem slík nema í Tyrklandi. Hún stóð með sannfæringu sinni og sjálfstæði stofnunarinnar með því að gefa eftir starf sitt frekar en að vera stjórnandi þar áfram til 2023 með afskipti Tykja af starfinu yfir höfði sér.

Fjórða verkefnið kom svo í ársbyrjun 2021 þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, skipaði hana fulltrúa sinn í Bagdad í Írak. Sérstakur sendifulltrúi aðalritara (Deputy Special Representative for UN Secretary General) á svæðinu á þessum tíma fól í sér mikið verkefni varðandi mikilvægar kosningar sem voru í Írak árið 2021.

Síðan kemur Ingibjörg alfarið heim til Íslands árið 2022 eftir ár í Bagdad. Með mikilvæga reynslu og sýn á alþjóðastarf í farteskinu, bæði beint frá umbrotasvæðum eins og Afganistan og Írak. Og einnig úr stjórnun alþjóðastofnana í Istanbúl og Varsjá, á sviði jafnréttismála, lýðræðisuppbyggingar og mannréttinda.

dsf2723
Mynd: Golli

Mikilvægi sögunnar

Reynslan úr stjórnmálum og sagnfræðimenntunin hlýtur að hafa skipt máli á þessum alþjóðlega stjórnunarstarfsferli velti ég fyrir mér þegar við spjöllum yfir seinni kaffibollanum þennan morgun.

Viltu segja mér aðeins um sýn þína á Evrópu og aðild okkar fyrir 30 árum að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið?

„Já, Kvennalistinn var á móti EES samningnum og þingkonur hans greiddu atkvæði gegn samþykkt samningsins á Alþingi. En ég greiddi ekki atkvæði gegn, heldur sat hjá! Ástæðan fyrir því að ég greiddi ekki atkvæði með samningnum var sú að í honum fælist fullveldisframsal sem ætti að viðurkenna. Ekki að hafna honum út af því heldur væri mikilvægt að á Alþingi væri það meðvitað við samningsgerðina að í honum fælist tiltekið framsal á fullveldinu. Guðmundur Alfreðsson skrifaði lögfræðiálit sem ég studdi. En meirihlutinn var með annað álit um að þetta væri ekki framsal á fullveldinu og ég gat ekki fellt mig við það. Það að láta eins og svo sé ekki er ekki rétt.“

Ingibjörg segir mér að hún muni eftir samtölum við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta á þessum tíma, um málið. Hún telur það vera öruggt að það hafi verið fullveldisframsalið sem stóð í forsetanum á þessum tíma en ekki andstaða við samninginn sjálfan.

Við höldum áfram að ræða EES og ESB:

„Hitt er alveg ljóst að samningurinn um EES hefur alltaf verið skref í áttina að aðild að ESB. En það þarf að eiga sér stað umræða í þjóðfélaginu áður en fleiri skref eru tekin í þá átt. Það voru mistök þáverandi stjórnvalda að fara af stað í flóknar samningaviðræður um aðild án þess að hafa þingið eða þjóðina með sér.

Villan var að við veigrum okkur við umræðuna. Ég veit ekki alveg hvers vegna við getum ekki átt þessa samræðu. En það gæti breyst á næstu árum.“

Hitt er alveg ljóst að samningurinn um EES hefur alltaf verið skref í áttina að aðild að ESB.

Austur, vestur og aftur heim

Við snúum okkur þá aðeins frá Evrópunni í austrinu og vestur um haf til Bandaríkjanna. Næsta spurning er: Hvort eigum við að halla okkur meira til Norðurlandanna eða Bandaríkjanna eða Atlantshafsbandalagsins (Nató) eða Evrópusambandsins (ESB)?

„Almennt er ég þeirrar skoðunar að við eigum ekki að vera að rugga bátnum of mikið í þessum málum. Við erum með ákveðið samstarf sem við eigum að styrkja og halda því eins og það er.

Varðandi Bandaríkin, þá er það mín skoðun að svokallaður varnarsamningur er enginn varnarsamningur fyrir Ísland heldur var þetta herstöðvarsamningur til að tryggja aðstöðu fyrir bandaríska herinn hér og ekkert annað.

Það er síðan fimmta greinin með aðild að Atlantshafsbandalaginu sem er okkar varnarviðbragð. Við erum örþjóð og þurfum á öllum okkar tengingum að halda og við verðum að geta tekið umræðuna um varnarmál.

Uppbyggingin mikla sem verið hefur í Keflavík hefur ekkert verið til umræðu. Það er ekki einu sinni ljóst hver fer með öryggis- og varnarmál því það er búið að búta þennan málaflokk niður. Varnarmálastofnun, sem Alþingi kom á fót árið 2008, hún var lögð af og verkefnum hennar deilt á marga staði.

Ég tel það hafa verið misráðið því við hefðum svo þurft á því að halda að byggja upp þekkingu á þessu sviði. Vandi okkar er enn sá að það vantar þekkingu í varnar- og öryggismálum. Nú er staðan í heiminum á sviði hernaðar- og öryggismála mun alvarlegri en hún var þegar stofnunin var lögð af og það tekur tíma að byggja upp þessa þekkingu. Öryggismálastefnan svokallaða sem hefur verið mótuð er í raun ekkert stefnuplagg heldur bara markmiðasetning og þar kemur fram skorturinn á þekkingunni.“

Eftir þessa upprifjun úr stjórnmálasögunni í ljósi núverandi stöðu þá gerum við stutt hlé á samtalinu því að Golli ljósmyndari kemur í heimsókn og Ingibjörg stillir sér upp fyrir myndatökuna.

Stofnanauppbygging og fagmennska

Svo höldum við áfram og spyr ég Ingibjörgu Sólrúnu hvaða alþjóðastofnanir séu mikilvægastar.

„Við upplifum núna vissan vanmátt – og getuleysi – …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.