Til baka

Viðtal

Stöndum á þröskuldi nýrra tíma

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var þingmaður Kvennalista, borgarstjóri Reykjavíkurlista, ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, fyrir og eftir hrunið. Hún verður sjötug núna í árslok. Í þessu viðtali förum við yfir stöðu heimsmálanna og komum inn á starfsferil hennar og reynslu úr alþjóðastarfi síðan að stjórnmálaferlinum lauk fyrir fimmtán árum.

dsf2746
Mynd: Golli

Ég þakka Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að bjóða mér heim til sín fyrir þetta viðtal í áramótablað Vísbendingar sem er helgað alþjóðamálum í árslok 2024. Við erum nágrannar og höfum oft rekist á hvort annað í götunni, þannig að ég gat nokkrum sinnum beðið hana um viðtal.

Heimilið er bjart og fallegt, með útsýni til margra átta, fjölda bóka í hillum jafnt sem á borðum, og fögrum listaverkum sem prýða stigahús, ganga og stofur.

Þú býrð hér í gamla Vesturbænum í Reykjavík en hefur starfað mikið erlendis frá því að stjórnmálaferlinum lauk. Byrjum á því að fara aðeins yfir hvað þú hafir verið að gera síðan:

„Ég sótti um stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum sem var auglýst fyrir yfirmann UN Women í Afganistan. Ég hafði raunar áður unnið aðeins með UNIFEM sem var forveri UN Women, meðal annars í Palestínu á sínum tíma, og þess vegna vissi fólk þar hver ég var og hvað ég hafði verið að gera. Það var viss krísa og uppnám á skrifstofu samtakanna í Kabúl og mér var bent á að sækja um sem að síðan fylgdi ströngu ráðningarferli og endaði með því að ég fer í nóvember 2011 til Afganistan og er þar árin 2012 og 2013.“

Frá Kabúl til Istanbúl

„Þá er síðan verið að stofna svæðisskrifstofu yfir UN Women í Istanbúl í Tyrklandi fyrir Evrópu og Mið-Asíu og þegar auglýst er eftir yfirmanni til að setja þá skrifstofu á fót, þá sæki ég um það starf og fæ. Þar er ég í þrjú …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein