USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Tak­marka­laus vöxt­ur?

Þolmörk eða burðarþol verður að reikna út til þess að vöxtur geti verið sjálfbær.

20170725_130428
Við Strokk á venjulegum sumardegi 2019
Mynd: Orri Ólafur Magnússon

Í Barcelóna sprauta óánægðir íbúar vatni á gesti, í Lissabon eru handskrifaðir miðar í gluggum í miðborginni. Við erum ekki dýragarður, stendur þar (We are not a zoo). Í Tromsö blómstrar umræða um hvert skuli stefna með fjölda gesta í bænum. Feneyingar mótmæla gjarnan komu stórra skemmtiferðaskipa, bærinn Hallstatt í Austurríki hefur sett sér ítölu/kvóta gesta og ótal ferðamenn kvarta sáran yfir mannþrönginni í miðhluta Flórens. Íbúar þéttbýlu Kanarí-eyjanna telja margir að samfélagið ráði ekki við gestafjöldann þar. Íbúarnir telja 2,2 milljónir en ársgestir um 14 milljón talsins. Gróflega merkir það sjö ferðamenn fyrir hvern landsmann. Hér er þessi hlutfallstala 1 á móti 6. Þéttbýli einkennir Kanarí-eyjar en strjálbýlið Ísland. Hér innanlands er ferðaþjónusta í háu áliti sem ný lyftistöng í atvinnulífinu. Sjaldan heyrist eða sést, að svo komnu máli, til mjög alvarlegra kvartana um ánauð ferðamanna hjá okkur.

Sjálfbærnin – einmitt!

Fyrir löngu hófst umræða um skipulag og hlut atvinnugreina í íslensku samfélagi. Sumir álitsgjafar vilja einhvers konar skipulag og miðlæga stefnumörkun með tilheyrandi aðgerðum en aðrir telja markaðinn geta stillt af vöxt og viðgang atvinnugreinar, oft með inngripum ríkisins. Þegar hugtakið sjálfbærni náttúrunytja kom fram fyrir allnokkrum áratugum þótti það góð nýjung í umræðunni. Hver atvinnugreinin eftir aðra hefur mótað það sem nefna má sjálfbærnistefnu. Ferðamálastefna stjórnvalda hefur sjálfbærni að viðmiði. Hugtakið burðarþol (stundum þolmörk) er órjúfanlega tengt sjálfbærni. Ella er sjálfbærni marklaust stefnumið. Við greiningu sjálfbærni er ávallt horft til þriggja þátta: Umhverfis, hagstjórnar og samfélagsins. Undir hvern þeirra falla ýmis viðmið og gildi. Undir þann fyrsta jafnvægi á milli náttúrunytja og náttúruverndar. Undir annan þáttinn fellur t.d. samfélagslegur ávinningur af ferðamennsku. Undir þann síðastnefnda fellur m.a. sátt við samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu. Dæmi um áhrifaþætti þar eru t.d. álag á staðbundna innviði, áhrif á verðlag í héraði, þróun íbúðamarkaðarins og álit á fjölda ferðamanna. Vissulega geta skoðanir verið skiptar um hvar mörk allra þátta sjálfbærni skulu dregin en í flestum tilvikum er unnt að mæla eða meta áhrif, opinbera mörkin og kanna fylgi við ólíkar skoðanir á þeim.

Burðarþolið – hvert er það?

Burðarþol Íslands í ferðaþjónustu er staðreynd þótt það hafi ekki verið greint. Árlegar komur yfir tveggja milljóna ferðamanna reyna verulega samfélagið; á verðmyndun, sambýli við atvinnuvegi, á samgönguinnviði, heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, umhverfið á fjölda staða og samfélög sem ráða vart við mestu gestakomurnar o.s.frv. Burðarþolið er auk þess samsett úr burðarþoli ákveðinna, afmarkaðra áfangastaða, stærri landsvæða, héraða, heilu bæjanna og þar með landsins alls. Þegar kemur að greiningu heildarþolsins sem viðmiðs er hún margþætt og að sjálfsögðu unnin með miklu samráði hagaðila og sveitarfélaga og auk þess höfð sveigjanleg eftir innlendum og alþjóðlegum aðstæðum. Mér er til efs að fyrstu drög að henni gefi einn góðan veðurdag til kynna að landsmenn geti tekið árlega við 4 til …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.