USD 127,8 0,2%
EUR 147,2 0,3%
GBP 167,2 0,4%
DKK 19,7 0,3%
SEK 13,3
NOK 12,5 -0,2%
CHF 158,5 0,3%
CAD 90,7 0,1%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
USD 127,8 0,2%
EUR 147,2 0,3%
GBP 167,2 0,4%
DKK 19,7 0,3%
SEK 13,3
NOK 12,5 -0,2%
CHF 158,5 0,3%
CAD 90,7 0,1%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Grein

Þrá­lát verð­bólga

Ástæður þess að verðbólga er þrálátari hérlendis en í nágrannalöndunum og hefur hjaðnað minna hér en í öllum samanburðarlöndunum eru margþættar. Munurinn á milli verðbólgumælinga í upphafi árs og nú undir lok ársins birtist skýrt í töflunni með þessari grein þar sem alþjóðlegur samanburður sýnir raunstöðuna sem er nánar greind í textanum.

34362TL-highres
Englandsbanki, stofnaður 1694. Seðlabanki breska konungsveldisins, við Þráðnálastræti á bankagatnamótunum í Lundúnaborg.
Mynd: AFP

Í kjölfar farsóttarinnar hefur verðbólga verið óvenju mikil hér á landi sem annars staðar. Orsökina mátti í uppahafi finna á framboðshlið og síðar einnig á eftirspurnarhlið hagkerfisins. Á framboðshlið voru framleiðsluhnökrar vegna farsóttarinnar og áhrif styrjaldar í Úkraínu á verð á hrávöru. Á eftirspurnarhlið voru aukin neysluútgjöld heimila eftir að farsóttin var gengin yfir og áhrif aukningar ríkisútgjalda og vaxtalækkana. Þessum aðgerðum var ætlað að verja sem flest störf á meðan farsóttin gengi yfir, sem tókst, en síðbúin afleiðing var að auka eftirspurn einnig eftir að farsóttin var gengin yfir og þar með auka verðbólgu frá eftirspurnarhlið.

Ísland sker sig úr á þessu ári að því leyti að verðbólga hefur minnkað minna en annars staðar. Þrálát verðbólga hér á landi er athyglisverð í ljósi breytinga á verðbólgu í öðrum ríkjum á þessu ári. Í töflunni hér að neðan er sýnd verðbólguþróun í OECD ríkjum á þessu ári[781219] og er raðað eftir verðbólgu í síðustu mælingu í október. Í næstsíðasta dálki til hægri er síðan sýnd lækkun verðbólgu frá fyrstu mælingu í febrúar fram að síðustu mælingu í október. Í aftasta dálki er svo sýnd hlutfallsleg lækkun, þ.e.a.s. lækkunin deilt með upphafsgildi í febrúar. Hér kemur í ljós að lækkun verðbólgu á Íslandi er lítil í alþjóðlegum samanburði og hlutfallslega sú minnsta í þessum samanburðarhópi af þeim ríkjum þar sem verðbólga hefur lækkað.[00e6d9] Verðbólga á Íslandi var há í upphafi árs en skar sig ekki úr miðað við mörg önnur ríki. Í febrúar var verðbólga hærri í átta samanburðarlöndum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein