USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Þrá­lát verð­bólga

Ástæður þess að verðbólga er þrálátari hérlendis en í nágrannalöndunum og hefur hjaðnað minna hér en í öllum samanburðarlöndunum eru margþættar. Munurinn á milli verðbólgumælinga í upphafi árs og nú undir lok ársins birtist skýrt í töflunni með þessari grein þar sem alþjóðlegur samanburður sýnir raunstöðuna sem er nánar greind í textanum.

34362TL-highres
Englandsbanki, stofnaður 1694. Seðlabanki breska konungsveldisins, við Þráðnálastræti á bankagatnamótunum í Lundúnaborg.
Mynd: AFP

Í kjölfar farsóttarinnar hefur verðbólga verið óvenju mikil hér á landi sem annars staðar. Orsökina mátti í uppahafi finna á framboðshlið og síðar einnig á eftirspurnarhlið hagkerfisins. Á framboðshlið voru framleiðsluhnökrar vegna farsóttarinnar og áhrif styrjaldar í Úkraínu á verð á hrávöru. Á eftirspurnarhlið voru aukin neysluútgjöld heimila eftir að farsóttin var gengin yfir og áhrif aukningar ríkisútgjalda og vaxtalækkana. Þessum aðgerðum var ætlað að verja sem flest störf á meðan farsóttin gengi yfir, sem tókst, en síðbúin afleiðing var að auka eftirspurn einnig eftir að farsóttin var gengin yfir og þar með auka verðbólgu frá eftirspurnarhlið.

Ísland sker sig úr á þessu ári að því leyti að verðbólga hefur minnkað minna en annars staðar. Þrálát verðbólga hér á landi er athyglisverð í ljósi breytinga á verðbólgu í öðrum ríkjum á þessu ári. Í töflunni hér að neðan er sýnd verðbólguþróun í OECD ríkjum á þessu ári[781219] og er raðað eftir verðbólgu í síðustu mælingu í október. Í næstsíðasta dálki til hægri er síðan sýnd lækkun verðbólgu frá fyrstu mælingu í febrúar fram að síðustu mælingu í október. Í aftasta dálki er svo sýnd hlutfallsleg lækkun, þ.e.a.s. lækkunin deilt með upphafsgildi í febrúar. Hér kemur í ljós að lækkun verðbólgu á Íslandi er lítil í alþjóðlegum samanburði og hlutfallslega sú minnsta í þessum samanburðarhópi af þeim ríkjum þar sem verðbólga hefur lækkað.[00e6d9] Verðbólga á Íslandi var há í upphafi árs en skar sig ekki úr miðað við mörg önnur ríki. Í febrúar var verðbólga hærri í átta samanburðarlöndum en í október í einungis þremur.

Í október er verðbólga almennt orðin lág í flestum ríkjunum nema í Ungverjalandi, þar sem hún þó hafði lækkað um 15,5% á árinu, Tékklandi, þar sem hún hafði lækkað um 8,2%, Slóvakíu og Slóveníu, og Póllandi, þar sem hún hafði lækkað um 11,8% á árinu. Ungverjaland, Tékkland og Pólland eiga það sameiginlegt að hafa sjálfstæða gjaldmiðla eins og Ísland. Á Norðurlöndum er verðbólga lægst í Danmörku 0,1% og hafði lækkað úr 7,6% í byrjun ársins og næst Íslandi í Svíþjóð þar sem verðbólgan er nú 6,5%.

Orsakir þrálátrar verðbólgu

En af hverju hefur verðbólga á Íslandi verið svona þrálát? Lykilinn að því að finna orsakirnar hennar má finna í eftirfarandi:

  • Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið á þessu ári og verða um það bil jafnmargir og árið 2018.
  • Erlent vinnuafl hefur streymt til landsins.
  • Atvinnuleysi er lítið og spenna á vinnumarkaði þótt hún fari minnkandi.
  • Framleiðni hefur vaxið lítið.
  • Húsnæðisverð er hátt í hlutfalli við laun.
  • Farandverkafólk hefur tekið sér búsetu í iðnaðarhúsnæði.
  • Viðskiptajöfnuður við útlönd hefur verið nærri núlli.
  • Virkir vextir seðlabanka hafa hækkað mikið.
  • Verðbólguvæntingar eru yfir markmiði.

Ef mikil innlend eftirspurn, þ.e.a.s. eftirspurn Íslendinga, drífi áfram hagvöxtinn þá mætti búast við miklum innflutningi og viðskiptahalla. Þessi er ekki raunin, þvert á móti hefur innflutningur dregist saman. Vöxtur einkaneyslu er hóflegur og sömuleiðis vöxtur atvinnuvegafjárfestingar. Þess í stað hefur eftirspurn að mestu aukist vegna þess að ein atvinnugrein, útflutt ferðaþjónusta, hefur vaxið hratt.

Þjónustuútflutningur jókst um 19,5% á milli ára á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það skýrir af hverju viðskiptajöfnuður er nálægt núlli. En vöxtur ferðaþjónustu skýrir einnig mikinn aðflutning vinnuafls. Einungis á þriðja ársfjórðungi fluttu til landsins 2400 erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta samkvæmt nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans. Og þegar hagvöxtur er drifinn áfram af aðfluttu vinnuafli sem fyllir lágframleiðnistörf kemur ekki á óvart að framleiðni hefur ekki vaxið. Það er þá hagvöxtur, verg landsframleiðsla sem vex í heildina með fleira fólki, en hagvöxtur á mann er mun minni og framleiðsla á unna vinnustund vex mjög lítið.

En hvernig passa háir virkir vextir Seðlabankans og skortur á trúverðugleika hans inn í þessa mynd? Vaxtahækkanir hafa vissulega slegið á hækkun húsnæðisverðs, bólan sem hafði myndast á þeim markaði er orðin loftlaus, fleiri …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.