Í kjölfar farsóttarinnar hefur verðbólga verið óvenju mikil hér á landi sem annars staðar. Orsökina mátti í uppahafi finna á framboðshlið og síðar einnig á eftirspurnarhlið hagkerfisins. Á framboðshlið voru framleiðsluhnökrar vegna farsóttarinnar og áhrif styrjaldar í Úkraínu á verð á hrávöru. Á eftirspurnarhlið voru aukin neysluútgjöld heimila eftir að farsóttin var gengin yfir og áhrif aukningar ríkisútgjalda og vaxtalækkana. Þessum aðgerðum var ætlað að verja sem flest störf á meðan farsóttin gengi yfir, sem tókst, en síðbúin afleiðing var að auka eftirspurn einnig eftir að farsóttin var gengin yfir og þar með auka verðbólgu frá eftirspurnarhlið.
Ísland sker sig úr á þessu ári að því leyti að verðbólga hefur minnkað minna en annars staðar. Þrálát verðbólga hér á landi er athyglisverð í ljósi breytinga á verðbólgu í öðrum ríkjum á þessu ári. Í töflunni hér að neðan er sýnd verðbólguþróun í OECD ríkjum á þessu ári

