Til baka

Grein

Tilboðið sem bjargaði jólunum

Farið er yfir fjárhagsleg umbrot á hlutabréfamarkaðinum á síðasta ári og horft fram á veg á þessu ári. Afmæli Marels fór úr böndunum og svo kom yfirtökutilboð sem sneri öllu við. Nú er beðið eftir bandarískri blessun bæði fyrir samruna Marels og leyfisveitingu til Alvogens sem mikil áhrif hefur á hlutabréfaverð og fleira.

Í upphafi síðasta árs voru flestir greinendur á fjármálamörkuðum á einu máli um að framundan væri erfitt ár fyrir fjárfesta og „áhættulaus“ ríkisskuldabréf væru öruggasti staðurinn til að vera á. Árið á undan hafði ávöxtun af hlutabréfum og skuldabréfum verið neikvæð í fyrsta skipti í áraraðir í kjölfar þess að verðbólga rauk upp þegar innrás Rússlands í Úkraínu hófst með tilheyrandi áhrifum á orkuverð. Þvert á spár sérfræðinga reyndist árið 2023 hins vegar afar gott þegar horft er til ávöxtunar áhættusamra eignaflokka á borð við hlutabréf í tæknifyrirtækjum, skuldabréf í ruslflokki og sýndareignir á borð við rafmyntir. Eftir því sem leið á árið dró úr verðbólgu og skyndilega sáu fjárfestar fram á að tímabil hárra vaxta yrði kannski skammvinnt eftir allt saman. „Hin sjö fræknu“ (stóru bandarísku tæknirisarnir) drógu vagninn á hlutabréfamörkuðum og var vegin meðtalsávöxtun þeirra rúmlega 70%.

Af vöxtunum skulu þér þekkja þá

Á innlendum hlutabréfamarkaði stefndi lengi frameftir ári í annað ár hörmunga, annus horribilis. Baráttan við verðbólguna hefur reynst erfiðari hérlendis en víðast erlendis og Seðlabankinn hefur gripið fast inn í. Hækkandi vaxtastig markaði þróunina lengstan hluta ársins þótt fleiri þættir hafi haft sitthvað að segja. Þegar stýrivextir tóku að nálgast tveggja stafa tölu í sumarbyrjun tóku innlend hlutabréf að gefa verulega eftir og hélst sú þróun langt fram eftir hausti. Í nóvember gerðust svo óvæntir hlutir sem snéru taflinu hressilega við.

mynd1-eggert

Sá sparnaður sem varð til í heimsfaraldrinum hefur leitað jafnt og þétt úr hlutabréfasjóðum og öðrum verðbréfasjóðum yfir í hina sprúðlandi innlánsvexti viðskiptabankanna, arðbæra …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein