Til baka

Grein

Um virði og virðismat í listgreinum

Forseti Bandalags íslenskra listamanna skrifar um bókhald, peninga og listir

Hver ræður_ Jóna Hlíf
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Hver stjórnar? (2024) verk í eigu Listasafnsins á Akureyri
Mynd: Listasafn Akureyrar

Á síðasta ári kom skýrslan Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi út, á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis. Höfundur skýrslunnar er Ágúst Ólafur Ágústsson. Þótt um hálft ár sé liðið síðan, og stjórnarskipti hafi farið fram, eru niðurstöður hennar enn áhugaverðar og mikilvægar. Skýrslan mun vafalítið þjóna menningu og samtalinu um hagrænt gildi hennar um komandi ár. Það var löngu tímabært að hægt yrði að fjalla um menningu og listir út frá tölulegum forsendum og vísa til opinberra upplýsinga um hagræn áhrif menningar hér á landi. Eftir þessu hefur verið kallað í mörg ár. Niðurstöðurnar eru almennt jákvæðar og varpa ljósi á mikilvægi menningar og lista fyrir hagkerfið í heild. Skýrslunni fylgja fjölmargar tillögur um menningargeirann, sem benda til að vinnsla skýrslunnar hafi verið vönduð.

Umrædd skýrsla snertir á tveimur málefnum sem eru mér að jafnaði hugleikin. Annars vegar virði lista, hins vegar virðismat þeirra. Það er eðlilegt að skýrslunni sé ætlað að undirstrika það fyrrnefnda með vísan til þeirra aðferða sem hagfræði og viðskiptafræði styðjast við til að leggja mat á hagræn og fjárhagsleg áhrif af listum og menningu. Að mínu mati gerir hún það vel, meðal annars því þar koma fram upplýsingar um takmörk þeirra aðferða og forsenda sem eru undirliggjandi. Þar má til dæmis nefna undirliggjandi skilgreiningar á hvað felist í menningarstarfi og mat á svonefndum margföldurum og óbeinum áhrifum af menningarstarfi.

Bókhald sem listgrein

Áður en dýpra er haldið í umfjöllun um skýrsluna um margfaldara og óbein áhrif, er stuttur útúrdúr á persónulegum nótum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein