USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Vald verð­leik­anna og úr­slit­in í Banda­ríkj­un­um

Ítarleg úttekt á niðurstöðum kosninganna þegar Trump sigraði í annað sinn og stöðu lýðræðisins í því ljósi og frá víðtækara sögulegu sjónarhorni.

AFP__20240904__1230734230__v2__HighRes__TrumpSupportersHoldStopTheStealRallyInDcAmid
Atburðirnir 6. janúar 2021 þegar lýðurinn réðst inn í þinghúsið í Washington eftir að Trump hvatti stuðningsmenn sína til mótmæla vegna þess að hann var ósáttur við að láta af völdum þegar að Biden tók við sem forseti.
Mynd: AFP

Sumarið 64 fyrir Krist, í aðdraganda þess að hugsjónamaðurinn Marcus Tullius Cicero bauð sig fram til konsúls, barst honum bréf frá bróður sínum, Quintus Tullius Cicero, undir fyrirsögninni Commentariolum Petitionis.[2aebdb] Í bréfinu voru ráðleggingar um leiðir til þess að sigra í kosningum. Eitt ráðið var að reifa hugmyndir almennum orðum en forðast útfærslur. Til árangurs væri vænlegra – svo sem Abraham Lincoln og Lyndon Baines Johnson orðuðu það síðar – að stíga öldu hinna almennu tilfinninga fólksins.

Undir lok á kosningaári í Bandaríkjunum þegar það liggur fyrir hver verður næsti forseti, er mikið framboð útskýringa á því hvers vegna fór sem fór. Vísað er til verðbólgu og hnignandi lífskjara, innflytjendamála og ýmiss konar taktískra mistaka Demókrataflokksins og frambjóðanda hans. Umræðan liðast gjarnan í sundur þar sem einstök brot standa ekki í samhengi hvert við annað. Þau má þó setja í stærra samhengi við þjóðfélagsþróun í Bandaríkjunum á liðnum áratugum sem ristir dýpra og nærir hinar almennu tilfinningar fólksins.

Úrslitin

Donald Trump sigrar í öllum sveifluríkjum, þar sem talið var að úrslitin gætu farið á hvorn veginn. Í fyrsta sinn síðan 2004 fá repúblikanar fleiri atkvæði á landsvísu og báðar deildir þingsins falla þeim í skaut. Sigurinn er afgerandi og útbreiddur, þrátt fyrir að útgönguspár gæfu til kynna að ómögulegt væri að spá fyrir um úrslitin.

Aukinn stuðningur við Trump kann að virðast smávægilegur og á jaðrinum, svo sem þegar hann naumlega marði sigurinn árið 2016. Eitt til tvö prósent hér og þar. En þegar betur er að gáð er hinn aukni stuðningur í nýafstöðnum kosningum í raun umtalsverður, og það sem segir meiri sögu er að hann er meðal margra ólíkra hópa og liðast um landið allt. Í ríkjum sem fyrir fram töldust dökkblá molnaði verulega úr stuðningi við demókrata. Kamala Harris sigraði vissulega víða með tugþúsundum atkvæða í stærstu borgum og á þéttbýlissvæðum, en í landsbyggðarkjördæmum var stuðningurinn við Trump yfirgnæfandi sem aldrei fyrr og úthverfi og nágrenni Philadelphiu – mikilvægustu borgar kosninganna – snerust að þessu sinni með afgerandi hætti á sveif með Trump. Í Georgíu var það einungis í Atlanta og úthverfum sem Harris fékk meirihluta atkvæða. Í Wisconsin, sem Trump sigraði með innan við einu prósenti, var það svo til aðeins í Milwaukee og Madison sem Harris sigraði örugglega. Smávægileg en landfræðilega víðtæk aukning í stuðningi við Trump réði úrslitum.

Niðurstaðan í Nevada segir sögu, en þar hafa repúblikanar ekki sigrað síðan 2004. Það var fyrst og fremst aukið fylgi meðal spænskumælandi kjósenda sem reið baggamuninn, en stuðningur við Trump í þeim hópi jókst um 13% frá því árið 2020. Atkvæðum Trumps fjölgaði einnig með afgerandi hætti meðal kjósenda af asísku bergi, en hlutfallið hækkaði úr 35% árið 2020 í 50% árið 2024. Sá hópur er einungis 4% kjósenda í ríkinu, en fjölmargar tölulega smáar hækkanir af þessu tagi ráða úrslitum. Athygli er einkum beint að sveifluríkjunum, en mynstrið birtist vítt og breitt um landið og jaðarstærðirnar hlaðast upp og leggjast svo til allar á eitt.[216d2f]

Hver er sú skýringarbreyta sem mest hald er í við túlkun úrslitanna? Enn og aftur kemur á daginn að menntun er öflugasta spádóms- og skýringarbreytan um fylgi við Trump. Úrslitin frá 2016 draga þetta skýrt fram. Árið 2016 hlaut Donald Trump 2/3 atkvæða hvítra sem höfðu ekki lokið háskólagráðu. Á hinn bóginn greiddu 70% þeirra sem lokið höfðu hærri gráðum Hillary Clinton atkvæði sitt. Þetta er einföld birtingarmynd þess sem nánari kosningarannsóknir leiddu síðan í ljós; að menntun en ekki tekjur var öflugasta spádómsbreytan um fylgi við Trump. Meðal kjósenda með sambærilegar tekjur kusu hinir meira menntuðu Clinton, en þeir sem minni menntun höfðu hlotið greiddu Trump sitt atkvæði. Tölur sundurliðaðar eftir einstökum kjördæmum leiða hið sama í ljós og sýna hvernig sú gjá heldur áfram að víkka. Í 48 af 50 kjördæmum með hæsta hlutfall háskólamenntaðra náði Hillary Clinton meiri árangri en Barack Obama fjórum árum fyrr. Í 47 af 50 kjördæmum með lægsta hlutfall háskólamenntaðra var árangur hennar mun verri.[744761]

Í kosningunum 2020 og nýafstöðnum kosningum eru hinir stóru drættir svo til alveg eins. Ef litið er til þeirra árið 2020 sem hafa ekki lokið háskólaprófi þá greiddu 56% þeirra repúblikönum atkvæði en 41% demókrötum og árið 2024 var það aftur svo að 56% greiddu repúblikönum atkvæði en 42% demókrötum.[b646a1] Í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður sú mynd sífellt skýrari að skurðlínan í þessu mynstri fer með meira afgerandi hætti þvert á þjóðfélagshópa sem hafa fram að þessu skilgreint sig með vísan til landsvæða eða annarra auðkenna; svo sem kynþáttar, hörundslitar og kyns. Það var einungis meðal hörundshvítra menntamanna sem Kamala Harris jók fylgi demókrata. Þá staðreynd er rétt að skoða í því samhengi að tæplega 2/3 Bandaríkjamanna hafa ekki lokið háskólaprófi. Í kjölfar þess að Trump landaði fyrsta sigri í forvali repúblikana 2016 sagði hann sigurreifur, „Ég elska hina ómenntuðu!”[7aff7f]

Vald verðleikanna

Tveir samofnir þræðir hafa á liðnum áratugum grafið djúpt um sig í Bandaríkjunum og haft djúpstæð áhrif á sjálft lýðræðið.

Annar þráðurinn er sá að verðleikahugmyndin hefur fengið óeðlilega mikið vægi og blásin langt út fyrir þær vel skilgreindu aðstæður sem hún getur átt við um. Staða innan samfélagsins fær lögmæti með vísan til þess hvort viðkomandi er hennar verður eða ekki; henni er náð í krafti valds verðleikanna. Þessi hugsun er alltumlykjandi á mörgum sviðum. Í tilfelli menntunar – öflugustu spádóms- og skýringar breytu kosninganna – er háum prófgráðum einatt náð í krafti verðleika en ekki forréttinda. Þeir sem fara á mis við tækifæri til menntunar gera það ekki sökum mismununar eða aðstæðna heldur vegna dugleysis. Þessi hugsun, sem í Bandaríkjunum byrjar að grafa sífellt meira um sig á 9. og 10. áratug síðustu aldar, og fær meiri skriðþunga þegar líður inn í nýja öld, verður alls ráðandi uppúr 2010 og kristallast þegar þau sannindi verða viðtekin að staða í samfélaginu ráðist af háskólagráðum. Samhliða þessu er sem menntavegurinn verði sífellt þrengra einstigi meðal annars í krafti kerfisbundinna svika og spillingar, en slík hneykslismál komust í hámæli undir lok síðasta áratugar.

Verðleikahugmyndin er seiðandi, enda notadrjúg í skilgreindu samhengi til samanburðar á því sem getur talist sambærilegt. Á ákveðnum sviðum er réttlætanlegt og ákjósanlegt að fólk fái tækifæri og skipi hlutverk í krafti verðleika. Hugmyndin endurspeglar einfalt og sjálfsagt innsæi og fyrir vikið virðist sem reisa megi á henni gildisdóma um réttlæti og ranglæti. En þar liggur gildran, því slíkt vægi má hún aldrei fá. Á endanum verðskuldar enginn neitt; allt á orsakir í upphafi sem eru handan þess sem hinn verðugi eða óverðugi getur gert í krafti verðleika.[46ee67] Seiðandi aðdráttarafl hugtaksins gerir það engu að síður að verkum að það verður merkisberi og þjónar sem réttlæting við úthlutun gæða í víðara samhengi. Áhrifin verða djúpstæð á þróun þjóðfélagsins í heild. Í Bandaríkjunum birtist þetta með skýrum hætti í þeirri umgjörð sem stýrir aðgangi að háskólum þar sem árangri, sem náð er í krafti ýmiss konar óverðskuldaðra forréttinda, er hampað sem vitnisburði um verðleika. Hugmyndin tekur þá hamskiptum, þjónar sem verkfæri til mismununar og veitir með lævísum hætti aflausn frá því að gangast við ábyrgð á að upp rísi hópur sem nýtur óverðskuldaðra forréttinda.

Verðleikaræði (e. meritocracy) er orð sem var smíðað á 6. áratugnum til þess að lýsa þeirri blindu sem verðleikahugmyndin getur leitt af sér. Árið 1958 kom út í Bretlandi bókin The Rise of the Meritocracy eftir félagsfræðinginn Michael Young.[634d5b] Bókin lýsir dystópíu sífellt vaxandi valda þjóðfélagshóps óverðskuldaðra forréttinda sem væru á mótsagnakenndan hátt réttlætt með vísan til verðleika. Bókinni var ætlað að þjóna sem varnaðarorð handa breska Verkamannaflokknum um háskalegar afleiðingar þess að þróunin grafi meira um sig og að upp rísi á Bretlandi valdstjórn verðleikanna; að til verði sérstakur þjóðfélagshópur sem, í stað landeigenda fyrri alda, nái öllum tökum á mennta- og valdastofnunum og að meirihluti þjóðarinnar verði í reynd útilokaður. Ef fram færi sem horfði yrðu afleiðingarnar að líkindum þær að í félagslegu stoðum lýðræðisins grafi um sig fúi og á endanum morkni þær í sundur.[ca0540]

Birtingarmyndin í Bandaríkjunum verður meðal annars sú að ofuráherslan á menntun bakvið leiktjöld verðleikahugmyndarinnar byrgði demókrötum sýn á eðli þeirrar stefnumótunar sem leiddi af sér aukinn ójöfnuð. Á 9. og 10. áratugnum til dæmis jókst framleiðni, en laun alls ekki sem er vitnisburður um að ójöfnuður stafaði ekki af minni menntun.[76fb1f] Þekkingu og færni vinnandi stétta hafði ekki hrakað heldur varð vald þeirra minna. Demókratar virtust ekki koma auga á þetta eða létu sér fátt finnast um þá þróun sem blasti við í undirstöðum hagkerfisins; fundu aflausn …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.