Til baka

Grein

Vald verðleikanna og úrslitin í Bandaríkjunum

Ítarleg úttekt á niðurstöðum kosninganna þegar Trump sigraði í annað sinn og stöðu lýðræðisins í því ljósi og frá víðtækara sögulegu sjónarhorni.

AFP__20240904__1230734230__v2__HighRes__TrumpSupportersHoldStopTheStealRallyInDcAmid
Atburðirnir 6. janúar 2021 þegar lýðurinn réðst inn í þinghúsið í Washington eftir að Trump hvatti stuðningsmenn sína til mótmæla vegna þess að hann var ósáttur við að láta af völdum þegar að Biden tók við sem forseti.
Mynd: AFP

Sumarið 64 fyrir Krist, í aðdraganda þess að hugsjónamaðurinn Marcus Tullius Cicero bauð sig fram til konsúls, barst honum bréf frá bróður sínum, Quintus Tullius Cicero, undir fyrirsögninni Commentariolum Petitionis.[2aebdb] Í bréfinu voru ráðleggingar um leiðir til þess að sigra í kosningum. Eitt ráðið var að reifa hugmyndir almennum orðum en forðast útfærslur. Til árangurs væri vænlegra – svo sem Abraham Lincoln og Lyndon Baines Johnson orðuðu það síðar – að stíga öldu hinna almennu tilfinninga fólksins.

Undir lok á kosningaári í Bandaríkjunum þegar það liggur fyrir hver verður næsti forseti, er mikið framboð útskýringa á því hvers vegna fór sem fór. Vísað er til verðbólgu og hnignandi lífskjara, innflytjendamála og ýmiss konar taktískra mistaka Demókrataflokksins og frambjóðanda hans. Umræðan liðast gjarnan í sundur þar sem einstök brot standa ekki í samhengi hvert við annað. Þau má þó setja í stærra samhengi við þjóðfélagsþróun í Bandaríkjunum á liðnum áratugum sem ristir dýpra og nærir hinar almennu tilfinningar fólksins.

Úrslitin

Donald Trump sigrar í öllum sveifluríkjum, þar sem talið var að úrslitin gætu farið á hvorn veginn. Í fyrsta sinn síðan 2004 fá repúblikanar fleiri atkvæði á landsvísu og báðar deildir þingsins falla þeim í skaut. Sigurinn er afgerandi og útbreiddur, þrátt fyrir að útgönguspár gæfu til kynna að ómögulegt væri að spá fyrir um úrslitin.

Aukinn stuðningur við Trump kann að virðast smávægilegur og á jaðrinum, svo sem þegar hann naumlega marði sigurinn árið 2016. Eitt til tvö prósent hér og þar. En þegar betur er að gáð …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein