Til baka

Grein

Vatnaskil í varnarmálum

Umpólun í öryggismálum og flutningur þungamiðju heimsviðskiptanna liggja vatnaskilunum til grundvallar

AFP__20240201__34HF4EY__v2__HighRes__IcelandNorwayDefenceAviation
Norsk F35 herþota í rammgerðu flugskýli á Keflavíkurflugvelli í febrúar 2024.
Mynd: Eyþór Árnason / AFP

Við blasir að umpólun er að eiga sér stað í öryggismálum heimsins og að áhrifa þessa mun gæta hér á landi sem annars staðar. Þungamiðja heimsviðskipta og öryggismála heldur áfram að flytjast til A-Asíu á sama tíma og rísandi Kína getur nú keppt við Bandaríkin á efnahagslegum og, í vaxandi mæli, hernaðarlegum grundvelli. Samfara þessari landfræðipólitísku (e. geopolitical) breytingu, reka Rússar landvinningastríð í Evrópu og í kjölfar valdaskipta í Bandaríkjunum er sjálft Atlantshafssamstarfið í hættu. Þannig byggir utanríkisstefna nýs Bandaríkjaforseta á 19. aldar valdapólitík þar sem stórveldi fara sínu fram í krafti efnahags- og hernaðarmáttar óháð alþjóðalögum og án tillits til sameiginlegra hagsmuna hefðbundinna bandamanna.

Þessi fyrirsjáanlega stefnubreyting birtist kröftuglega í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu. Bandaríkjaforseti hefur gefið Rússum eftir sín helstu samningsmarkmið án þess að krefjast nokkurs og beitir Úkraínu þrýstingi til þess að semja án þess að bjóða öryggistryggingar sem nauðsynlegar eru til þess að samningar haldi. Samfara þessu hafa bandarísk stjórnvöld dregið varnarskuldbindingu sína í Evrópu í efa og tekið afstöðu með hægriöfgaflokkum í álfunni. Líkur á átökum Evrópuríkja við Rússa fara því mjög vaxandi og Evrópuríki þurfa að stórefla eigin varnir auk þess að styðja Úkraínu í varnarbaráttu sinni. Í raun hafa Rússar um margra ára skeið rekið óhefðbundinn hernað gegn Evrópu sem felst í skemmdarverkum, mannvígum og kosningaíhlutun.

Þetta eru váleg tíðindi, ekki síst fyrir Eystrasaltsríkin, en varnir þeirra byggja að langmestu leyti á fælingu sem felst í skuldbindingu Bandaríkjanna til þess að verja NATO ríki, bæði með hefðbundnum vopnum og kjarnavopnum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein