Til baka

Grein

Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera

Þórólfi Matthíassyni svarað

_F1A9401
Mynd: Heiða Helgadóttir

Þórólfur Matthíasson birtir grein í Vísbendingu (32. tbl. sl.) þar sem hann gerir athugasemdir við skýrslu Hagrannsókna sf. Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera (hér eftir kölluð skýrslan). Grein Þórólfs einkennist nokkuð af misskilningi á því sem sagt er í skýrslunni og stóryrðum um það sem hann telur rangfærslur og ósannindi. Þó eru þar einnig að finna efnisatriði sem okkur finnst rétt að svara. Gerum við það lið fyrir lið hér að neðan í þeirri röð sem Þórólfur setur þau fram. Persónulegar dylgjur Þórólfs og skattyrði í okkar garð teljum við ekki vitrænni umræðu til framdráttar og leiðum því hjá okkur.

Er skortur á röksemdum/útskýringum í skýrslunni?

Þórólfur heggur eftir að við nefnum í inngangi að kafla 2 í skýrslunni að umfjöllun okkar byggi á þekktum hagfræðilegum niðurstöðum sem of langt mál sé að rekja ýtarlega. Með þessu telur hann að við séum að biðja lesendur um að treysta okkur í blindni. Þetta er fjarri lagi. Í tilvitnun sinni kýs Þórólfur að sleppa næstu setningunni í skýrslunni sem segir: „Þó er leitast við að rökstyðja atriði sem ef til vill eru ekki augljós.” Með þessum tveimur setningum erum við einfaldlega að vekja athygli á því að skýrslan eyði ekki tíma lesandans í að útskýra vel þekkt og augljós atriði en leitist við að rökstyðja annað. Að auki er í sama kafla (kafla 2) og síðari köflum skýrslunnar og viðaukum allar helstu niðurstöður skýrslunnar vandalega rökstuddar og útskýrðar.

Meint rangfærsla okkar um hagkvæmni markaðarins

Þórólfur segir að í skýrslunni sé fullyrt …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein