USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Vend­ing­ar í japönsk­um stjórn­mál­um

Þarfnast Japan breytinga eða stöðugleika?

Árið 2024 var viðburðaríkt í japönskum stjórnmálum og einkenndist af ófyrirsjáanlegri og snarpri atburðarás. Umfangsmikið spillingarmál sem komst upp síðla árs 2023 hélt áfram að skekja stærsta stjórnmálaflokkinn, Frjálslynda lýðræðisflokkinn (LDP), og undirliggjandi óánægja almennings veikti stöðu hans enn frekar. Ný ríkisstjórn tók við eftir skyndikosningar í október síðastliðnum – kosningar sem komu hrapallega út fyrir stjórnarflokkana sem hafa stjórnað landinu nánast sleitulaust síðan um aldamót. Japanskir kjósendur hafa lengi greitt atkvæði með stöðugleika að leiðarljósi en í síðustu kosningum kvað við nýjan tón. Hverju vilja kjósendur helst breyta og er frekara uppgjör í vændum?

Spillingarmál og innanflokksátök

Fumio Kishida sagði af sér sem forsætisráðherra og formaður LDP í september sl. eftir að fylgi við ríkisstjórn hans hafði ítrekað mælst undir 20 prósentustigum í skoðanakönnunum og meira en helmingur þjóðarinnar vildi að hann segði af sér. Flokkurinn var staðinn að því að hafa safnað í kosningasjóði með ólöglegum hætti, verðbólga (sem Japanir eiga ekki að venjast) mældist óvenjulega há vegna hækkana á m.a. orku- og matarverði , og gagnrýnin beindist að Kishida. Við tók spennandi formannsslagur innan LDP þar sem níu af helstu framámönnum flokksins tókust á, þ.á m. þrjár konur. Tveir af frambjóðendunum voru áhugaverðir fyrir Ísland og Norðurlönd þar sem þeir hafa sýnt okkar heimshluta áhuga. Taro Kono, fv. utanríkisráðherra, hefur heimsótt bæði Grænland og Ísland, en slíkur áhugi á norðlægum slóðum er óvenjulegur meðal japanskra ráðamanna. Yoko Kamikawa, utanríkisráðherra í ríkisstjórn Kishida, hefur aftur á móti lagt til sérstakt átak í samskiptum við Norðurlönd, sem einnig á sér fáar, ef nokkrar, hliðstæður.

Það kom flestum á óvart þegar Shigeru Ishiba bar sigur úr býtum í formannskjörinu innan LDP. Hann hafði fimm sinnum áður boðið sig fram, en þurft að lúta í lægri haldi, og hefur oft verið lýst sem utangarðsmanni eða einfara í flokknum. Það er erfitt að staðsetja skoðanir Ishiba sem sumar samræmast íhaldssamari væng flokksins og aðrar við þann framsæknari. Á heildina litið þykir Ishiba nálægt miðjunni og hann hefur oft gagnrýnt flokksforystuna. Þessi fjarlægð frá helstu áhrifamönnum flokksins, og þar með spillingunni, kom sér vel fyrir Ishiba sem tók við embætti forsætisráðherra 1. október sl. eftir að hafa borið sigur úr býtum í formannskjörinu. Það kom síðan aftur á óvart þegar Ishiba efndi til skyndikosninga í neðri deild þingsins síðar í mánuðinum með það að markmiði að ná sterku umboði kjósenda eftir að hafa tekið til í flokknum (yfirborðslega sýndist sumum) og endurnýjað forystuna. Áætlunin mistókst hrapallega og stjórnarflokkarnir tveir, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og Komeito (stofnaður af meðlimum í búddatrúarsöfnuðinum Soka Gakkai), misstu samtals yfir 70 þingsæti í kosningunum. Eftir kosningarnar eru stjórnarflokkarnir með samtals 215 sæti í neðri deild þingsins, en 233 sæti þarf til að ná meirihluta. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Stjórnaskrár-lýðræðisflokkurinn (CDPJ), bætti aftur á móti við sig 50 sætum.

Núverandi staða

Staðan er nú þannig að stjórnarflokkarnir tveir eru áfram í ríkisstjórn, en í minnihlutastjórn. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn (CDPJ) kom sterkur til leiks úr kosningunum með fleiri sæti, meiri meðbyr og mikið …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.