Til baka

Grein

Verður Indland heiminum annað Kína?

Áhrifin á efnahag heimsins af einu hraðast vaxandi stóra hagkerfinu eru hér vandlega greind.

h_55972835
Mynd: EPA

Þessi árin vex Indland hraðar en önnur af stærstu hagkerfum heimsins.

Hagvöxturinn er ekki nýr, meðaltal síðustu 20 ára er nær 7% árlega. Möguleikar á framhaldi þess konar vaxtar eru góðir en líkur á meiri vexti hæpnar. Indverjar eru að verða hálfdrættingar á við Kínverja í landsframleiðslu á kaupmáttarkvarða. Á sama kvarða er Indland orðið tvisvar til þrisvar sinnum auðugra en Rússland, Japan og Þýskaland. Mun Indland vafalítið fara fram úr Japan og Þýskalandi í vergri landsframleiðslu á næstu misserum og verða þriðja stærsta hagkerfi heimsins á alla mælikvarða.

Fyrirferðin mun enn um sinn byggjast meira á fjölmenni en framleiðni. Landið er heimkynni sjötta hvers manns á jörðinni og rúmlega það, mannfleira en öll Afríka með sín 55 ríki og miklu fjölmennara en álfur Ameríku pólanna á milli. Mannaflinn er tvöfaldur á við Evrópu að Rússlandi meðtöldu. Fimmta hvert ungmenni í heiminum sem nú leitar út á vinnumarkað er Indverji.

Áhrifin á heiminn

Uppgangur Kína breytti ekki aðeins lífi þess sjötta hluta mannkyns sem þar býr heldur breytti hann heiminum öllum í efnahagslegu og pólitísku tilliti. Enga nothæfa skoðun á efnahagslífi og pólitík heimsins er núorðið hægt að búa til án einhverrar þekkingar á Kína.

Því er eðlilega spurt hvort eitthvað líkt sé í vændum með Indland. Stutta svarið er að afleiðingarnar fyrir heiminn af uppgangi Indlands verða víðtækar en um sumt ólíkar því sem gerðist með Kína.

Ekki næsta verksmiðja heimsins

Indland mun ekki taka við af Kína sem verksmiðja heimsins. Hutur þess í iðnframleiðslu jarðar er aðeins ríflega …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein