Í þessum síðari hluta greinar um íslensku krónuna er fjallað um ókosti hennar og kostnað, verðtryggingu og væntanlegar breytingar á vísitölumælingum með áhrifum á kjarasamninga.
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
hagfræðingur og sagnfræðingur
Vert er að hafa í huga að þegar breyting verður á verðbólgu er það vegna þess að vísitala neysluverðs er að hækka eða lækka. Breyting á verðbólgu er þannig ekki algild breyting á verðlagi. Ef verðbólga lækkar, er ekki þar með sagt að verðlag lækki, heldur aðeins að verðlag hækkar minna en áður. Hér helgar tilgangurinn meðalið. Mæld og vegin verðbólga skal lækkuð hvernig sem farið er að því. Verðbólgan lækkar hins vegar ekki þótt mælirinn breytist. Þá lækka afborganir húsnæðislána ekki heldur, vaxtaálagið hækkar sem þessu nemur eins og fjármálaráðherra benti á skýrslu sinni til Alþingis.[afc23d] Hins vegar eru meiri líkur á að nýgerðir kjarasamningar verði innan viðmiðunarmarka. Með öðrum orðum, með hinni nýju aðferð við útreikning á húsnæðisliðnum eru minni líkur á að hinir nýgerðu kjarasamningar verði endurskoðaðir, þrátt fyrir hækkun verðbólgu. Laun munu því ekki hækka í samræmi við verðbólgu. Einnig munu lífeyrissjóðir eiga auðveldara með að standast lagaákvæði um ávöxtun lífeyris um 3,5% umfram mælda verðbólgu hjá Hagstofu Íslands. Með boðuðum breytingum á mælingum vísitölu[d76e14] er stefnt hröðum skrefum aftur til áttunda áratugar síðustu aldar þegar kaupmætti hins almenna borgara var stýrt með vísitölubrauðum, sem hvergi fengust, og dilkakjöti, sem geymt var í frystigeymslum Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS), en hvergi fannst þegar til átti að taka.
Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum árið 2017 hefur verðlag hækkað um 39%, hæst sýndi vísitala neysluverðs 10,2% verðbólgu í febrúar 2023. Núna í mars 2024 stendur verðbólgan í 6,8%. Það þýðir þó ekki að …