Til baka

Grein

Áhrif loftslags á úrkomu, jökla og lífríkið

Vísindanefnd um loftslagsbreytingar skilaði af sér samantektar skýrslu um umfang og afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi í október 2023. Fyrsta greinin um niðurstöður hennar birtist í fyrsta tölublaði árins um áhrifin á hitastig. Hér birtist önnur grein, um áhrif slíkrar hlýnunar á breytingar í úrkomu, afrennsli, afkomu jökla og sjávarstöðubreytinga auk þess sem áhrif á lífríki á landi, í sjó og vötnum eru einnig til umfjöllunar. Þriðja grein fjallar svo um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif birtist á næstunni.

Í fyrri grein sem birtist í fyrsta tölublaði ársins var rakið hvernig hitafar hefur breyst á Íslandi frá upphafi 20. aldar og kynntar niðurstöður loftslagslíkana um líklega hlýnun gangi einhver losunarsviðsmynda CMIP6 reikniverkefnisins eftir.

Í greininni kom fram að hlýnun á öldinni ræðst að miklu leyti af því hversu mikið verður losað af gróðurhúsalofttegundum. Í lok þessarar aldar verður líklega heitara á Íslandi en verið hefur frá landnámi og gangi ítrustu losunarsviðsmyndir eftir verður veðurfar hér hugsanlega án fordæma síðan síðasta jökulskeiði lauk fyrir um tíu þúsund árum.

Í þessari grein verður farið yfir áhrif slíkrar hlýnunar á breytingar í úrkomu, afrennsli, afkomu jökla og sjávarstöðubreytinga. Áhrif á lífríki á landi, í sjó og vötnum verða einnig rædd, en umræða um samfélagsleg áhrif með áherslu á áhrif á atvinnuvegi, innviði og efnahag verður í þriðju greininni.

Úrkoma og hlýnun

Úrkomumælingar sýna að úrkoma hefur aukist frá því á síðustu öld. Meðalúrkoma hvers árs á landinu var þá um 1500 mm en lægri á láglendi eða um 1000 mm. Á þessari öld er úrkoman meiri, eða um 1600 – 1700 mm (1100 – 1200 mm á láglendi) sem er aukning um 10 – 15%. Sveiflur milli ára eru hinsvegar verulegar. Á síðustu árum hafa verið umtalsverðar breytingar á úrkomutegund og ákefð úrkomu. Þannig hefur hlutfall snævar í úrkomu lækkað, sérstaklega á vatnasvæðum sem standa lægra í landi. Efst á hálendinu, þar sem er kaldast gætir þessa síður.

Líklegt er að úrkomuaukning haldi áfram, en loftslagslíkön sýna þó ekki eindregna aukingu. Að …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein