Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Erf­ið lífs­kjör ræst­inga­fólks

Útvistun starfa hefur aukist og miklar breytingar orðið á vinnumarkaði með sjálfvirknivæðingu sem og sífellt hærra hlutfalli innflytjenda meðal vinnandi fólks

shutterstock-2365760941
Mynd: Shutterstock

Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum vinnumarkaði á undanförnum árum og áratugum með sífellt hærra hlutfalli innflytjenda meðal vinnandi fólks. Einnig hefur útvistun starfa aukist og fyrirséðar eru enn meiri breytingar með sjálfvirknivæðingu starfa. Á seinni árum hefur endurskipulagning, niðurskurður, einkavæðing og útvistun orðið algengt stef í rekstri skipulagsheilda (Quinlan og Bohle, 2009). Slíkar breytingar eru oft gerðar í nafni betri nýtingar fjármagns en þær kalla um leið á starfstengt óöryggi launafólks (Bos, Boselie og Trappenburg, 2017). Margt bendir einnig til þess að einkavæðing opinberrar þjónustu dragi úr vellíðan starfsfólks. Þannig sýna samantektarrannsóknir (e. systematic review) á ólíkum rekstrarformum hjúkrunarheimila að rekstrarafkoma hagnaðardrifinna heimila sé að jafnaði betri en þeirra sem eru óhagnaðardrifin en um leið að líðan hvoru tveggja starfsfólks og heimilisfólks sé almennt verri (Bos o.fl., 2017).

Frá stofnun Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hefur forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar ítrekað kallað eftir að lífsskilyrði þeirra sem starfa við ræstingar verði rannsökuð. Ástæður þessa ákalls eru meðal annars þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfsumhverfi þeirra sem starfa við ræstingar. Nú í október kynnti Varða niðurstöður könnunar á stöðu og lífsskilyrðum þeirra sem starfa við ræstingar og voru niðurstöðurnar sláandi. Þær sýna verri fjárhagsstöðu, og lakari andlega heilsu auk þess sem hópurinn verður oftar fyrir réttindabrotum á vinnumarkaði samanborið við launafólk innan ASÍ og BSRB sem er í öðrum störfum.

mynd1

Mun verri fjárhagsstaða

Lýðfræðileg samsetning þeirra sem starfa við ræstingar er mjög ólík því sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Í raun eru ræstingar bornar uppi af innflytjendum (78%) og konum (74%). Menntun þeirra sem starfa við ræstingar er nokkuð áþekk annars launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Svipað hlutfall er með menntun á háskólastigi (30% á móti 29%), og grunnskólanám (19% á móti 20%) en hærra hlutfall er með stúdentspróf (27% á móti 19%).

Niðurstöður rannsókna Vörðu hafa ítrekað sýnt fram á verri fjárhagsstöðu og andlega heilsu meðal bæði kvenna og innflytjenda og það sama sést þegar staða þeirra sem starfa við ræstingar er greind sérstaklega. Hærra hlutfall fólks sem starfar við ræstingar samanborið við annað launafólk innan ASÍ og BSRB á nokkuð erfitt, erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman (59% á móti 43%), getur ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum (50% á móti 37%), býr við skort á efnislegum gæðum (18% á móti 9%) og hefur fengið mataraðstoð (3% á móti 1%).

mynd2

Börn líða fyrir fjárskort

Þau lífsskilyrði sem birtast þegar staða þeirra sem starfa við ræstingar er greind sérstaklega kemur einnig fram þegar litið er til barna þeirra. Hærra hlutfall foreldra sem starfa við ræstingar, samanborið við foreldra í öðrum störfum, hefur , á síðastliðnum 12 mánuðum, ekki getað greitt fyrir kostnað vegna skólaferðalags eða annarra viðburða í skóla t.d. öskudagsbúning eða sérstakt nesti (14% á móti 6%), kostnað vegna félagslífs barna eins og að fara í afmæli til vinar (25% á móti 14%) og gefið börnum sínum afmælis- og/eða jólagjafir (33% á móti 14%).

Ástæður þessa ákalls eru meðal annars þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfsumhverfi þeirra sem starfa við ræstingar

Mun fleiri á almennum leigumarkaði

Staða launafólks …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.