Til baka

Grein

Gervigreind og þróun vinnumarkaðarins

Fjórar leiðir til framfara og það hvernig sjálfvirknin hverfur þegar hún virkar

IMG_2325
ChatGPT gervigreindar snjallspunavélin var beðin um að gera mynd til að skreyta tímaritsgrein og texti greinarinnar settur inn sem forsenda. Hún svaraði: Hvernig mynd viltu búa til út frá þessari grein? Ég get búið til mynd sem sýnir t.d. framtíðarsýn ger

Um 400 milljónir manna nota spunagreindina ChatGPT í hverri viku sem samsvarar um það bil einn af hverjum tuttugu jarðarbúum. Það sem er sérstaklega áhugavert við spunagreind (e. Generative Artificial Intelligence – GenAI) er að enn sem komið er eru flest af öflugustu módelunum aðgengileg öllum án endurgjalds. Hér má til dæmis nefna tól á borð við o1 í gegnum Microsoft Copilot, Grok 3 frá X og Deep Seek r1. Þetta þýðir að fólk í flestum löndum veraldar hefur aðgang að sömu tækni og sérfræðingar í stærstu fyrirtækjum heimsins, sem flest eru innan Bandaríkjanna. Það eitt og sér gæti haft ótrúleg framfaraskref í för með sér fyrir mannkynið, ef haldið er rétt á spöðunum.

En hvernig mun það nákvæmlega gerast? Hvað mun breytast í daglegu lífi fólks? Hvernig mun atvinnulífið nýta sér gervigreind til að margfalda skilvirkni? Í þessari grein fer ég yfir fjórar leiðir sem vinnuveitendur geta farið til að nýta lausnir gervigreindar án þess að útiloka hver aðra.

Gervigreind er að umbreyta heiminum

Á undanförnum misserum hefur gervigreind, eða nánar tiltekið spunagreind (GenAI) og skyldar tæknilausnir, skotist upp á stjörnuhimininn. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá árinu 2024 hafa yfir 70% fyrirtækja þegar innleitt einhvers konar gervigreind, samanborið við um 50% árið áður. Þar að auki hafa þessi fyrirtæki greint frá um 25% meðaltalsframleiðniaukningu á þeim sviðum sem gervigreindarlausnum er beitt.

Þá hafa nær allir framtakssjóðir aukið umfang sinna fjárfestinga í verkefnum sem tengjast gervigreind. Framtakssjóðurinn Sequoia Capital, sem er einn þekktasti sjóður heims, hefur til dæmis …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein