USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.

Umferð, Reykjavík
Mynd: Golli

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.

Ilya Sutskever, fyrrum lykilstjórnandi og yfirvísindamaður hjá OpenAI, sagði nýlega við brautskráningu háskólanema við Toronto-háskóla: „Við mennirnir höfum heila – og heilinn er líffræðileg tölva. Af hverju ætti stafræn tölva, stafrænn heili, ekki að geta gert sömu hluti?“

Þessi spurning er áhugaverð. Sérfræðingar eru sannarlega búnir að finna upp tækni sem getur tekið á móti gríðarlegu magni af upplýsingum og búið til mynstur úr þeim. Vegna þessa er mögulegt að spyrja gervigreind að nánast hverju sem er og hún hefur getuna til að svara því sem hún telur að sé líklegast til að vera rétt.

Til að byrja með voru svörin loðin, oft skáldskapur, en með hverri nýrri útgáfu tækninnar urðu þau betri og bendir ýmislegt til þess að það styttist í að svör gervigreindar verði almennt talin jafn góð eða betri en hjá fólki sem fengi sams konar beiðnir.

Hvers vegna er það? Svarið er í stuttu máli að það er búið að þjálfa gervigreind á nánast öllum þeim upplýsingum sem eru aðgengilegar. Það á við um: Allar bækur sem hafa verið skrifaðar og aðgengilegar á stafrænu formi og aðrar aðgengilegar upplýsingar á Internetinu.

Þá er einnig verið að nota gervigreind til að búa til frekari gögn til að þjálfa gervigreind af ýmsum toga. Þar má t.d. nefna hermilíkön af því hvernig hlutir hreyfast á jörðinni. Upplýsingar úr þeim líkönum eru svo notaðar til að þróa gervigreind áfram. Tölvur sem eru þjálfaðar á þeim upplýsingum eru síðan notaðar til að stýra hreyfingum hjá vélmennum í raunheimum til að geta unnið praktísk verkefni.

Graf: Hlutfall Waymo eykst

Sjálfstýrð vélmenni eru þegar aðgengileg

Nú þegar er hægt að panta sjálfkeyrandi bíla á borð við Waymo í stórborgum í Bandaríkjunum. Þeir virka eins og Uber eða leigubíll, en engin manneskja er í bílnum til að keyra, einungis farþegar. Í borgum á borð við San Francisco er markaðshlutdeild þegar orðin um 10% af svokölluðum „app-ferðum“ (Economist, 2025). Þá hefur Tesla nýlega tilkynnt verkefnið „Tesla Robotaxi“ þar sem framtíðarsýnin er að eigendur geti skráð bíla sem sjálfkeyrandi leigubíla þegar hentar. Þú leggur ekki bílnum á bílastæði þegar þú kemur í vinnuna, hann keyrir áfram og sækir sjálfkeyrandi næsta farþega. Því er spáð að sjálfkeyrandi bílar verði orðnir almennir árið 2040 (Allianz Partners, 2025).

En sjálfkeyrandi bílar eru ekki öll sagan. Áhugasamir geta nú þegar pantað fyrstu útgáfur af vélmennum sem sinna heimilisstörfum, setja í uppþvottavél, brjóta saman þvott, elda mat og fleira. Vélmennið „Neo“ kostar t.d. $20.000 eða um 2,5 milljónir ISK og einnig er hægt að leigja hann á rekstrarleigu fyrir minna en 100.000 krónur á mánuði. Þú getur stillt hvaða herbergi ‘Neo’ má fara inn í og hvenær yfir daginn (ef þú skyldir ekki vilja að tækið myndi vekja þig til að biðja um næstu fyrirmæli þegar búið er að skrúbba þvottahúsið). Ef þú vilt að Neo vinni sértæk verkefni munu sérfræðingar úti í heimi taka yfir vélmennið með VR-gleraugum og kenna vélmenninu að vinna aðgerðina á þínu heimili eða vinnustað sem á í kjölfarið að geta unnið verkið sjálfvirkt (1x.tech, 2025).

Tesla kynnti einnig nýlega vélmennið „Optimus“. Forstjóri Tesla, Elon Musk, er stórhuga og spáir að um árið 2040 verði fleiri manngerð vélmenni en mannfólk og að eftirspurnin verði óseðjandi. Í könnun frá 2023 kom fram að árið 2033 verði komin vélmenni sem geti unnið rúman þriðjung (39%) af öllum heimilisstörfum en einnig þjónustu við aldraða og önnur praktísk verkefni (Newsweek, 2024).

Miklar fjárfestingar í gervigreind í nútíð og framtíð

Búið er að fjárfesta gríðarlegu magni af fjármunum í allri virðiskeðju gervigreindarinnar. Félagið NVIDIA hefur rokið upp í markaðsvirði og er þegar þetta er skrifað metið á um $5 trilljónir. Til samanburðar er þjóðarframleiðsla Japans $4 trilljónir og Indlands $3,8 trilljónir.

NVIDIA sérhæfir sig í því að búa til örgjörva, skjákort og tölvur sem eru notaðar til að vinna úr köllum í gervigreind. Þessar tölvur geta verið í heimahúsum, gagnaverum eða í vélmennum sem vinna í verkefnum framtíðarinnar.

Vegna þessa er gríðarleg eftirspurn eftir orku til að knúa gagnaver og framleiðslu á tækjum sem gervigreind mun keyra á. Það er sömuleiðis búið að tilkynna áform um $500 milljarða dala fjárfestingu í uppbyggingu gagnavera í Bandaríkjunum og $200 milljarða dala fjárfestingu í uppbyggingu á gagnaverum í Evrópu (Datacenterknowledge, 2025; Datacentremagazine, 2025).

Orkuþörfin er samhliða talin verða mikil. Eric Schmidt, fyrrum stjórnarformaður Google, hefur bent á að í Bandaríkjunum sé áætlað að það vanti um 29GW fyrir árið 2027 og 67GW til viðbótar fyrir árið 2030. Sum gagnaver sem fyrirhugað er að byggja munu hafa orkuþörf af stærðargráðunni 10GW. Til að setja það í samhengi þá framleiðir hvert kjarnorkuver í Bandaríkjunum um 1GW að meðaltali og Kárahnjúkavirkjun um 0,7GW. Eric bendir jafnframt á að raforka, en ekki reiknigeta, verði það sem haldi aftur af meiri notkun gervigreindar.

Þá er ekki upptalin öll fjárfesting í námuvinnslu og grefti sem þarf til að framleiða vélmenni og rafhlöður fyrir þau. Þess vegna hafa Bandaríkin sýnt löndum á borð við Grænland mikinn áhuga því þar má finna verðmæta málma …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.

Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.
Vetur
Efnahagsmál 41. tbl.

Efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki og áfang­ar los­un­ar fjár­magns­hafta