USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

Halldór Jörgen

Halldór Jörgen Faurholt Olesen hefur starfað við upplýsingatækni í meira en þrjá áratugi, allt frá tæknibólunni í Kaliforníu til gagnavera og nú í skýjaþjónustu AWS. Þegar við náum tali af honum er hann staddur á re:Invent – stærstu skýja- og gervigreindarráðstefnu heims – þar sem yfir 60 þúsund sérfræðinga eru saman komin í Las Vegas.

„Þrátt fyrir allan tæknibúnaðinn, fjarfundina og gervigreindina, þá verður ekkert sem kemur í stað þess að fólk mætist í raunheimum,“ segir Halldór í stuttu fundahléi. „Tengslanetið – mannleg samskipti – eru ómetanleg.“

Það er þarna sem við byrjum samtalið um gervigreind og framtíð Íslands. Við snúum okkur síðan að því sem er mikilvægast í tengslum við gervigreindina, eru það stóru tungumálalíkönin?

Tungumálið er grunnforsendan

Að sögn Halldórs er tungumálið okkar „núllpunktur gervigreindarinnar“ því „þjóð sem vill nýta gervigreind þarf að tryggja að hún tali okkar tungumál. Þar byrjar allt.“ Hann telur að Ísland þurfi skýra þjóðarstefnu í gervigreind og skilning á því hversu mikið hún getur lyft litlum samfélögum. „Við erum smáþjóð. Helsti þröskuldur okkar er mannekla. Við höfum takmarkað vinnuafl – en gervigreind getur fjarlægt marga af þessum þröskuldum og fært okkur nær stærri þjóðum.“

Hagur smáþjóðar af gervigreindartækninni er miklu meiri en hjá stærri þjóðum, segir Halldór, þar sem mannekla er ekki vandamál. Við sem smáþjóð getum losað okkur við eða fjarlægt hindranir og þannig staðið nær stórþjóðum með því að nýta okkur gervigreind.

„Læknir hefur tíu mínútur með þér og nær kannski að svara tveimur af fimm spurningum. Gervigreind getur svarað öllum fimm – og oft mjög vel.“

Hvar á Ísland að byrja? – Sex lykilsvið

Halldór nefnir að helstu þættir sem gervigreinarstefna þjóðarinnar ætti að taka á varðandi opinbera þjónustu séu heilbrigðisþjónusta, menntastefna, sí- eða ævimenntun, innviðir, regluverk og stafrænt fullveldi. Það er ekki hægt að láta gervigreindina þróast stjórnlaust.

„Við þurfum að tryggja hagkvæmustu nýtingu gervigreindar. Regluverkið þarf að vernda gögn, skapandi efni og höfundarrétt – en líka tryggja að við nýtum tæknina til fulls.“ Halldór tekur sem dæmi að heimsóknum til lækna muni fækka á næstu árum þar sem fólk nýtir gervigreind til að skilja eigin heilsu betur. „Læknir hefur tíu mínútur með þér og nær kannski að svara tveimur af fimm spurningum. Gervigreind getur svarað öllum fimm – og oft mjög vel.“ En hann bætir við: „Auðvitað er hún ekki fullkomin. En gagnsemi hennar er margfalt meiri en mistökin.“

Almennt segir Halldór „það sem gervigreindin gerir er að þekkingarráin hækkar og hún fyllir upp í göt eða gloppur, þannig er hægt að hljóma tiltölulega vitur á skömmum tíma.“

En getur maður treyst því að allt sé rétt?

Nei, ekki fullkomlega, svarar Halldór, en þau tilfelli eru færri þar sem einhverju röngu er svarað á móti þeim margfalt fleiri tilfellum þar sem fólk fær svar sem nýtist. Gott dæmi er að á fyrstu dögum gervigreindarinnar svaraði hún að 1+1 væri 3, einfaldlega vegna þess að svo mikið hafði verið ritað á þann hátt í viðskiptaáætlunum. Nú er hins vegar búið að gefa gervigreindinni reiknivél þannig að hún er hætt að klikka á þessu. Þannig hefur hún þróast og batnað yfir árin.

Ólíkar tegundir greindar

Við snúum okkur frá staðreyndum og að því sem tengist listum.

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir að gervigreind er búin að lesa nánast allt sem hefur verið gefið út og búin að hlusta á alla tónlist. Þannig veit hún hvaða tónlist er góð, samkvæmt því hvaða tónlist fellur í góðan jarðveg útfrá umsögnum“ segir Halldór. Hann heldur áfram „þannig verður útkoman úr þeirri tónlist sem gervigreindin býr til, nokkuð áheyrileg tónlist. Efnið er gott af því gervigreindin hefur hlustað á mest allt sem hefur þótt vera gott og þannig býr hún til sambærilegt efni.“ En Halldór leggur áherslu á að „gervigreindin býr hvorki til neinar nýjar tónlistarbylgjur né skapar hún nýja tegund tónlistar, því það er eitthvað sem hún hefur aldrei hlustað á áður og getur því ekki gert þannig tónlist.“

Næst ræðum við um næstu kynslóð innan tækninnar, svokallaða „erindreka gervigreindar“. En „þetta eru kerfi sem vinna áfram sjálf eftir markmiði sem þú setur þeim. Þau spyrja spurninga sjálf, leita gagna sjálf og stefna að útkomu,“ útskýrir Halldór.

Hann telur þó ólíklegt að erindrekar muni skapa algerlega nýja tónlistar- eða listasögu. „En hún breytir vinnubrögðum – ekki mannlegri snilligáfu.“

Núverandi gervigreind (e. generative AI) er sú sem hefur lesið allt og hlustað á allt og hægt er að spyrja um allt. Síðan er til svokölluð skapandi gervigreind (e. creative AI) sem meðal annars er til umfjöllunar hér framar í blaðinu og í sumarblaði Vísbendingar fyrr í ár. Munurinn á skapandi gervigreind og erindrekunum er enn til umræðu og ekki búið að skýra mörkin þar á milli. En ljóst er að erindrekagervigreindin er næsta stig samkvæmt því sem hæst ber í erlendri umræðu.

Skapandi greinar – gervigreind flýtir ferlinu en skapar ekki byltingar

Þegar spurt er um skapandi verkefni sem gervigreindin hefur áhrif á þá nefnir Halldór sem dæmi að þeir sem vilja búa til dægurtónlist geti gert það hratt með aðstoð gervigreindar. Hægt er að gera hundrað útgáfur af lagi sem þú semur og þannig verður þróun hugmyndavinnu hraðari þegar verkfæri gervigreindar eru nýtt. Þannig er hægt að ýtra hugmyndir mun hraðar og síðan fara með þær bestu í stúdíó til að taka upp með alvöru hljómsveit.

Halldór deilir með okkur tilraun sem hann gerði síðasta vor þegar hann var að fara á ráðstefnu í Dúbaí og vantaði dæmi um áhrif tækninnar. Til þess að finna samlíkingu þá fiktaði hann við tónlistarsmíð með aðstoð gervigreindar. Þannig gat hann samið lag með aðstoð hennar og gefið út á öllum helstu streymisveitum á innan við sólarhring.

Lærdómur sögunnar er sá að það er ekkert sem stoppar litla aðila – eins og fyrirtæki frá litlu landi – í að búa til lausnir sem líta út eins og þær sem eru frá stórum, virtum, alþjóðlegum aðilum. Lítil fyrirtæki sem þurftu áður að eyða tíma og kostnaði til mæta stórum samkeppnisaðilum á alþjóðamarkaði þurfa þess ekki lengur því það er hægt að skrúfa frá þekkingu á áður óþekktum hraða.

Velta má þó fyrir sér hvort að ekki þurfi áskriftarútgáfur gervigreindarlausnanna til að ná svo góðum árangri eða hvort að ókeypis útgáfurnar séu nægilega góðar til að nota í viðskiptum?

Sparnaður og samkeppnisforskot

Kostnaður við áskrift að betri útgáfu gervigreindarinnar, heldur en þeirri sem er ókeypis og flestir nota, er hins vegar aðeins sandkorn af því sem ávinningurinn er eða verður, segir Halldór.

Við ræðum næst niðurstöður úr könnun Visku á notkun sérfræðinga á gervigreind og …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.