USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Höf­uð­smið­ur horn­steins Evr­ópu­sam­bands­ins

Jacques Delors (1925-2023) hinn franski arkitekt evrunnar og hins sameiginlega innri markaðar er látinn og einnig Wolfgang Schäugle (1942-2023) reynslumesti stjórnmálamaður Evrópu og varðmaður skuldabremsunnar á þýskar ríkisskuldir, þeir voru fyrrverandi fjármálaráðherrar þessara tveggja höfuðríkja álfunnar og ákveðnar erkitýpur fyrir mismunandi efnahaglega sýn á opinber fjármál og pólitíska stefnumótun.

afp.com-20231228-partners-080-HLUE_UEHL_009486-highres
Mynd: AFP

Ein mikilvægasta grundvallarstoð og stytta að baki evrunnar, sem varð tuttugu og fimm ára núna í upphafi ársins, var Jacques Delors, fyrrum kristilegur sósíalisti og fjármálaráðherra Frakklands árin 1981-1984. Hann lést á annan dag jóla, 98 ára gamall.

Delors nefndin fræga, skilaði skýrslu árið 1989 til leiðtogaráðs ESB (European Council, EUCO), sem lagði grunninn að því að evrópska myntsambandið (EMU) leiddi til stofnunar evrópska seðlabankans (ECB) og evrunnar, hins sameiginlega gjaldmiðils sem orðin er ein af megin myntum heims.

Jacques Delors hafði verið embættismaður í franska seðlabankanum frá nítján ára aldri í átján ár og starfað svo í áætlunarstofnun Frakklands eftir það og varð síðan Evrópuþingsmaður í tvö ár áður en Mitterrand kallaði hann heim til að verða fjármálaráðherrann sem sneri frönskum efnahag á þremur árum. Hann varð síðan forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í áratug, frá 1985-1995 og líklegast áhrifamesti leiðtogi sambandsins frá upphafi þess árið 1957.

Einkennilegur bakgrunnur

Afi hans og amma voru bændur í suðurhluta Frakklands og faðir hans sendill í seðlabankanum franska í París, þar sem hann sjálfur hóf störf á unglings aldri. Hann naut ekki háskólamenntunar, sem oft var núið honum um nasir. Frami hans byggðist á vinnusemi, gáfum og góðum lærifeðrum og yfirmönnum sem sáu hæfileika hans. Snilld hans fólst meðal annars í pólitískri taktík sem eflaust er aðeins hægt að læra á göngunum en alls ekki í fræðibókum. Á ungdómsárum stofnaði hann bæði klúbba og tímarit þar sem hugmyndafræði frá hægri og vinstri var stefnt saman til rökræðu, samræðu og sameiginlegrar úrlausnar.

Hann var hugsuður af stærðargráðu sem sjaldan sést segir í grein Financial Times og hans verður minnst sem eins hæfileikaríkasta, framsýnasta og einnig sundurlyndandi leiðtoga eftirstríðsára Evrópu. Árangur hans er að hafa verið helsti höfuðsmiður hins sameiginlega evrópska markaðar, með fjórfrelsinu fræga, sem fól í sér ekki aðeins frjálst flæði vöru, þjónustu og fjármuna heldur einnig fólks. Lögin sem lögðu grunninn að markaðinum voru hápólitískt verkefni, samþykkt 1986 og tóku gildi 1987. Þau voru miklu einfaldari og sterkari heldur en Maastricht sáttmálinn frægi frá 1992 sem valdið hefur miklum deilum og enn meiri vandræðum.

Áætlunin um evruna var gölluð

Frægt er einnig þegar að Delors móðgaði illilega sinn helsta andstæðing í Evrópu, þó þau hafi unnið mjög vel saman árin áður, Margréti Thatcher. Það var með ræðu árið 1988 hjá samtökum breskra verkalýðsfélaga, þar sem hann hvatti til aukinna réttinda tilhanda evrópskum verkalýð bæði varðandi sameiginlegan samningsrétt, ævimenntun og fulltrúa launþega í stjórnum fyrirtækja.

Dæmin um sköpunarkraftinn í óvenjulegum hugmyndum Delors var til dæmis þegar að hann valdi sem forseti framkvæmdastjórarinnar að veðja á að besta leiðin til að snúa frá stöðnunarferli sambandsins væri að byggja upp hinn sameiginlega evrópska markað.

Annað dæmi var þegar hann krafðist sjálfstæðis seðlabankans frá pólitískri stjórnun, en það var alls ekki viðurkennd grundvallarregla á þeim tíma, þú hún sé orðin það nú til dags. Vissulega voru vandkvæði sem komu í ljós við innleiðingu áætlunarinnar um evruna, enda ekki oft sem nýir gjaldmiðlar eru búnir til. En gallarnir voru ekki allir Delors að kenna. Suma þeirra sá …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.