Til baka

Grein

Höfuðsmiður hornsteins Evrópusambandsins

Jacques Delors (1925-2023) hinn franski arkitekt evrunnar og hins sameiginlega innri markaðar er látinn og einnig Wolfgang Schäugle (1942-2023) reynslumesti stjórnmálamaður Evrópu og varðmaður skuldabremsunnar á þýskar ríkisskuldir, þeir voru fyrrverandi fjármálaráðherrar þessara tveggja höfuðríkja álfunnar og ákveðnar erkitýpur fyrir mismunandi efnahaglega sýn á opinber fjármál og pólitíska stefnumótun.

afp.com-20231228-partners-080-HLUE_UEHL_009486-highres
Mynd: AFP

Ein mikilvægasta grundvallarstoð og stytta að baki evrunnar, sem varð tuttugu og fimm ára núna í upphafi ársins, var Jacques Delors, fyrrum kristilegur sósíalisti og fjármálaráðherra Frakklands árin 1981-1984. Hann lést á annan dag jóla, 98 ára gamall.

Delors nefndin fræga, skilaði skýrslu árið 1989 til leiðtogaráðs ESB (European Council, EUCO), sem lagði grunninn að því að evrópska myntsambandið (EMU) leiddi til stofnunar evrópska seðlabankans (ECB) og evrunnar, hins sameiginlega gjaldmiðils sem orðin er ein af megin myntum heims.

Jacques Delors hafði verið embættismaður í franska seðlabankanum frá nítján ára aldri í átján ár og starfað svo í áætlunarstofnun Frakklands eftir það og varð síðan Evrópuþingsmaður í tvö ár áður en Mitterrand kallaði hann heim til að verða fjármálaráðherrann sem sneri frönskum efnahag á þremur árum. Hann varð síðan forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í áratug, frá 1985-1995 og líklegast áhrifamesti leiðtogi sambandsins frá upphafi þess árið 1957.

Einkennilegur bakgrunnur

Afi hans og amma voru bændur í suðurhluta Frakklands og faðir hans sendill í seðlabankanum franska í París, þar sem hann sjálfur hóf störf á unglings aldri. Hann naut ekki háskólamenntunar, sem oft var núið honum um nasir. Frami hans byggðist á vinnusemi, gáfum og góðum lærifeðrum og yfirmönnum sem sáu hæfileika hans. Snilld hans fólst meðal annars í pólitískri taktík sem eflaust er aðeins hægt að læra á göngunum en alls ekki í fræðibókum. Á ungdómsárum stofnaði hann bæði klúbba og tímarit þar sem hugmyndafræði frá hægri og vinstri var stefnt saman til rökræðu, samræðu og sameiginlegrar úrlausnar.

Hann var hugsuður …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein