Til baka

Grein

Horfur í efnahagsmálum krefjast lækkunar opinberra skulda

Það er tilefni til bjartsýni þrátt fyrir að aðstæður krefjist varfærni í hagstjórn. Efnahagslegar forsendur fyrir fjármálaáætlun sýna að kaupmáttur hefur vaxið hér mikið, landsframleiðsla á mann er komin á sama stig og fyrir farsóttina og jafnari dreyfingu uppruna útflutningtekna.

dsf3958
Mynd: Golli

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029 hinn 16. apríl síðastliðinn.[419379] Staða efnahagsmála sem liggur til grundvallar áætluninni er um margt merkileg, ekki síst þegar hún er borin saman við stöðu efnahagsmála fyrir aðeins þremur til fjórum árum síðan. Gerbreytt umgjörð efnahagsmála frá því fyrir fjármálakreppuna 2008, með öruggt og afar vel fjármagnað bankakerfi, stóran gjaldeyrisforða, afgang á viðskiptajöfnuði, árangursrík þjóðhagsvarúðartæki og sterk ríkisfjármál hafði þá orðið fyrir verulegri áraun í heimsfaraldrinum við hrun í stærstu útflutningsatvinnugrein hagkerfisins.

Umgjörðin stóðst prófið

Skemmst er frá því að segja að hin nýja umgjörð efnahagsmála stóðst áraun heimsfaraldursins með stakri prýði. Vissulega er verðbólga enn of há, en hún er á niðurleið líkt og vikið verður að síðar. Um hitt er þó síður hægt að deila að öfugt við reynsluna úr fjármálahruninu þá hjálpaði veiking krónunnar til við aðlögun hagkerfisins að áfallinu. Hún studdi við samkeppnishæfni atvinnulífsins en leiddi ekki til markverðrar hækkunar skulda heimila og fyrirtækja líkt og áður þegar mikill meirihluti skulda var verðtryggður eða tengdur erlendum gjaldmiðlum. Þá er Ísland eitt afar fárra ríkja þar sem framleiðslutap vegna faraldursins hefur að fullu verið unnið upp. Það þýðir ekki aðeins að verðmætasköpun hagkerfisins hafi náð fyrra stigi heldur var landsframleiðsla á mann árið 2023 orðin sú sama og greiningaraðilar gerðu ráð fyrir að hún yrði áður en þeir svo mikið sem höfðu heyrt af COVID-19 líkt og sjá má á mynd 1.

fyrir-vef-mynd1

Vaxandi fjölbreytni útflutnings

Það er ekki aðeins að þakka hröðum viðsnúningi í ferðaþjónustu, þó hann hafi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein