USD 122,1 0,4%
EUR 141,8 0,3%
GBP 163,3 0,1%
DKK 19,0 0,3%
SEK 12,9 0,1%
NOK 12,2 0,2%
CHF 152,3 0,2%
CAD 87,5 0,4%
JPY 0,8 0,4%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
USD 122,1 0,4%
EUR 141,8 0,3%
GBP 163,3 0,1%
DKK 19,0 0,3%
SEK 12,9 0,1%
NOK 12,2 0,2%
CHF 152,3 0,2%
CAD 87,5 0,4%
JPY 0,8 0,4%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
Til baka

Grein

HS Orka og líf­eyr­is­sjóð­irn­ir

Fyrri hluti - síðari hluti mun birtast í næstu viku

Eldgos, Svartsengi, Bláa Lónið
Mynd: Golli

Í Heimildinni 29. apríl sl. (Einkavæðing, ábyrgð og skattasiðferði) fjallaði ég um varnargarða sem reistir hafa verið við Svartsengi án þess að fyrirtæki sem njóta þeirra fjárhagslega, HS Orka hf og Bláa lónið ehf, taki þátt í kostnaði við gerð þeirra. Ég benti einnig á að á sama tíma stæði HS Orka hf í lánaviðskiptum við eigendur sína með þeim afleiðingum að ríkissjóður verður af miklum skatttekjum.

Skattasniðganga erlendra félaga er alþjóðlegt vandamál og hefur kallað á samræmdar aðgerðir ríkja sem hún bitnar á. ESB setti reglugerð árið 2016 um aðgerðir til varna gegn skattasniðgöngu.[61c02a] Meðal þeirra eru takmarkanir á lántökum í skattalegum tilgangi. Í stjórnarsáttmálum ríkisstjórnanna 2017 og 2021[22f2bc] eru fyrirheit um ráðstafanir í þessu efni sem sjö ára valdatími dugði ekki til að efna. Í stað virkra aðgerða horfa stjórnvöld aðgerðalaus á að erlend stórfyrirtæki greiði engan tekjuskatt áratugum saman þrátt fyrir blómlegan rekstur og líða það að skattasniðganga þeirra verði að fordæmi fyrir félög sem lúta stjórn íslenskra aðila eins og HS Orka hf og eigendur hennar.

Lántaka HS Orku hf

Á árinu 2022 ákváðu eigendur HS Orku hf., fjárfestingasjóðir Ancala Partners og Jarðvarmi slhf, að veita félagi í sameign þeirra, HS Orka Holding hf, 38 milljón dollara lán til 7 ára með 10,9% vöxtum. HS Orka Holding hf lánaði dótturfélagi sínu, HS Orku hf, fé þetta með sömu skilmálum. Á miðju ári 2024 var ákveðið að framlengja lánstímann til ágúst 2034 þ.e. alls til 12 ára.[3cc10a]

Lánið jafngildir um 5,5 milljörðum íslenskra króna. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein