Í Heimildinni 29. apríl sl. (Einkavæðing, ábyrgð og skattasiðferði) fjallaði ég um varnargarða sem reistir hafa verið við Svartsengi án þess að fyrirtæki sem njóta þeirra fjárhagslega, HS Orka hf og Bláa lónið ehf, taki þátt í kostnaði við gerð þeirra. Ég benti einnig á að á sama tíma stæði HS Orka hf í lánaviðskiptum við eigendur sína með þeim afleiðingum að ríkissjóður verður af miklum skatttekjum.
Skattasniðganga erlendra félaga er alþjóðlegt vandamál og hefur kallað á samræmdar aðgerðir ríkja sem hún bitnar á. ESB setti reglugerð árið 2016 um aðgerðir til varna gegn skattasniðgöngu.
Lántaka HS Orku hf
Á árinu 2022 ákváðu eigendur HS Orku hf., fjárfestingasjóðir Ancala Partners og Jarðvarmi slhf, að veita félagi í sameign þeirra, HS Orka Holding hf, 38 milljón dollara lán til 7 ára með 10,9% vöxtum. HS Orka Holding hf lánaði dótturfélagi sínu, HS Orku hf, fé þetta með sömu skilmálum. Á miðju ári 2024 var ákveðið að framlengja lánstímann til ágúst 2034 þ.e. alls til 12 ára.
Lánið jafngildir um 5,5 milljörðum íslenskra króna. …