USD 122 0,4%
EUR 141,6
GBP 163,2 0,1%
DKK 19,0
SEK 12,9 0,5%
NOK 12,1 0,6%
CHF 153,4 0,1%
CAD 86,9 0,4%
JPY 0,8 -0,4%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
USD 122 0,4%
EUR 141,6
GBP 163,2 0,1%
DKK 19,0
SEK 12,9 0,5%
NOK 12,1 0,6%
CHF 153,4 0,1%
CAD 86,9 0,4%
JPY 0,8 -0,4%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
Til baka

Viðtal

Hvern­ig á ný­sköp­un sér stað í tölvu­leikja­heim­in­um?

Vísbending tók þá Hilmar Veigar Pétursson og Stefán Þórarinsson hjá CCP tali í gegnum tölvubúnað til þess að heyra af nýjustu stefnum og straumum í tölvuleikjaheimi hugverkaiðnaðarins sem er orðinn bæði stór og gamalgróinn hérlendis.

Hilmar Veigar Petursson - CCP
Hilm­ar Veigar Pét­urs­son, framkvæmda- stjóri CCP.
Mynd: CCP

Tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur nú kynnt nýjan tölvuleik EVE-Frontier sem gerist í sama söguheimi og EVE-Online. Eldri leikurinn var kynntur fyrir 22 árum en sá nýi er samt að öllu leyti sjálfstæður leikur sem var opnaður í takmörkuðum aðgangi snemma í þessum mánuði.

Þátttakendur í nýja leiknum hafa nær fullkomið frelsi til að kanna þúsundir fjarlægra sólkerfa, 23 þúsund ár í framtíðinni. CCP fer ótroðnar slóðir í leikjahönnun og hefur skapað grunn fyrir nýtt stafrænt hagkerfi innan EVE Frontier, sem byggir m.a. á bálkakeðjutækni (e. blockchain).

Það er líka nýjung að spilararnir sjálfir byggja upp innviði leiksins í hagkerfi samfélaganna. Þannig er búin til upplifun í tölvuheimi þar sem ákvarðanir hvers leikmanns hafa áhrif á aðra og afleiðingarnar geta orðið stjarnfræðilegar.

CCP hefur í rúmlega aldarfjórðung verið í fararbroddi stafrænna sýndarheima, en fyrirtækið var stofnað í Reykjavík árið 1997 og er nú einnig með starfsemi í London og Sjanghæ. Hjá CCP starfa 423 starfsmenn af 29 þjóðernum. Þar af eru starfsmenn á Íslandi rúmlega 300 talsins og um 60 þeirra koma beint að gerð EVE-Frontier.

Tölvuleikir og nýsköpun

Hilmar Veigar Pétursson, sem var einn af stofnendum CCP fyrir 28 árum, segir að sex ár hafi tekið að þróa EVE-Online á sínum tíma og að tölvuleikjaiðnaðurinn sé uppspretta margs konar hugmynda sem hafi áhrif á öðrum sviðum:

„Tölvuleikir og iðnaðurinn í kringum þá er nýsköpunarsjúkur. Enda hefur mikið af tækniþróuninni sem leitt hefur til gervigreindarinnar komið út úr leikjaiðnaðinum. Meira að segja grafík-kortin, sem knýja mikið af gervigreindinni …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein