Til baka

Grein

Hvers virði er vönduð bygging?

Sé hún ekki vönduð er það sóun á auðlindum jarðar á kostnað komandi kynslóða!

att.OVhJsKkOqjIhQiCgOwRA0g6sn203DErvvBOH2R0HzWg
Dvergsreitur í Hafnarfirði, blönduð byggð, arkitektar: KRADS + TRÍPÓLÍ.
Mynd: Claudio Parada Nunes

Hvers virði er vönduð bygging? Ekki bara bygging, heldur vönduð bygging. Bygging sem gleður vegfarendur, stendur um ókomna tíð og þjónar hlutverki sínu vel í þágu notenda, almennings og umhverfisins?

Viðfangsefni byggingargeirans eru víðfeðm og fjárfestingarnar eru stórar. Við viljum endingargóðar, fljótbyggðar, viðhaldslitlar og umhverfisvænar byggingar með góða innivist. Miðað við umræðu undanfarinna missera eru þetta áhersluatriðin.

Einstaklingar innan geirans, vísindafólk, hönnuðir og verkfræðingar hafa kallað eftir skýrara regluverki og auknum rannsóknum svo byggingar uppfylli sjálfsögð gæðaviðmið eins og dagsbirtu í íbúðum eða híbýli sem eru laus við myglu og rakaskemmdir.

Viðmið sem eru þekkt, rannsökuð og mælanleg og ætti að vera auðsótt mál að mæta ef vilji er fyrir hendi.

En er það nóg til að tryggja vandaðar byggingar? Krafan um fallegri og manneskjulegri byggð verður sífellt háværari og ætti að vera jafnsjálfsögð. Við höfum ekki efni á fleiri grænum gímöldum eða grámyglukössum.

Skapandi hlutverk arkitekta

Arkitektar eru í þeim hópi sem teljast til skapandi greina. Viðfangsefni þeirra eru fjölbreytt en öll miða þau að því að skapa betri lífsgæði fólks.

Jón Kristinsson, uppfinningamaður og arkitekt, kjarnaði viðfangsefnin ágætlega í viðtali í Víðsjá á dögunum þegar hann sagði að „arkitektúr er ekki bara að teikna hús, heldur svo margt annað. Arkitektúr er að vita hvar sólin kemur upp, hvernig þú athafnar þig við eldavélina, hvernig halda megi húsi hreinu og þurru, hvernig spara megi orku og skilja eitthvað eftir fyrir komandi kynslóðir.“[97419a]

Hinn alþjóðlegi Feneyjatvíæringur í arkitektúr var opnaður í síðasta mánuði þar sem Ísland tók þátt í …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein