Tilgangur laga um listamannalaun nr. 57/2007 er að efla listsköpun á Íslandi. Sjóðirnir sem hægt er að sækja styrki úr eru ætlaðir sjálfstætt starfandi hönnuðum, myndlistarfólki, rithöfundum, sviðslistafólki, tónlistarflytjendum og tónskáldum. Auk þess er sjóður sem nefnist Vegsemd en úr honum er úthlutað til listafólks sem náð hefur 67 ára aldri. Fyrir árið 2025 var úthlutað samtals 963.200.000 króna úr öllum sjóðum samtals. Alls hlaut 251 einstaklingur laun að þessu sinni.
Þessi fjárhæð og það hvernig hún skiptist er byggt meðal annars á afrakstri umfangsmikillar stefnumótunar á sviði menningar og skapandi greina með það fyrir augum að stuðningur við skapandi greinar aukist jafnt og þétt. Með stuðningnum á að stuðla að fjölbreytni, sköpun og frumkvæði á sviði lista og menningarstarfs.
Hið opinbera rekur eða styður við fjölmörg önnur menningarverkefni eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands, Hörpu og Ríkisútvarpið svo að eitthvað sé nefnt. Þá er stutt við söfn og stofnanir, auk þess að veittir eru styrkir til menningarstarfsemi. Stefnumótun undanfarinna ára hefur skilað sér í því að innleiddir hafa verið ýmsir fjárhagslegir hvatar og ívilnanir fyrir skapandi greinar og menningarstarfsemi og má þar nefna endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar og bókaútgáfu á íslensku, skattafrádrátt vegna rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra skattabreytinga, t.d. skattaafslætti. Hið opinbera er því umfangsmikill og virkur þátttakandi í íslensku lista- og menningarlífi.
Gagnrýni á starfslaun listamanna
Það eru skiptar skoðanir uppi á meðal þeirra er vinna í menningar– og listaheimi Íslands, hvort stuðningur hins opinbera sé nægilega mikill og hvort að hann fari alltaf til þeirra sem …