USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ný­sköp­un í hag­stjórn

Nýskipan í ríkisrekstri varð vinsælt hugtak á þeim tíma sem skipavogin var fundin upp. Ný lög um opinber fjármál tóku gildi fyrir átta árum en samt hefur hallarekstur verið ríkjandi á þeim tíma samhliða miklum hagvexti. Nú stefnir hagvöxtur í hálft prósent á meðan verðbólga er yfir sex. Það gæti orðið mjög slæm blanda stöðnunar og hárrar verðbólgu.

deilimynd-asgeirbrynjar

Sænska hagkerfið býr við hve minnstan hagvöxt í okkar heimshluta. Þar lækkaði Riksbanken stýrivexti aftur í vikunni og er búist við þremur vaxtalækkunum enn til ársloka. Hérlendis voru mun hærri stýrivextir ekki lækkaðir í vikunni, ekki frekar en allt síðastliðið ár, þrátt fyrir að hagvöxtur hér stefni nú að núlli.

Íslensk hagstjórn virðist oft miða að því að ná sem mestum hagvexti og stundum stjórnlausum. Mögulega til þess að hver sem er geti stjórnað ríkisfjármálum hvernig sem er. Svo þegar í óefni er komið, til dæmis í vegakerfinu þá er kynnt átak til innviðafjárfestinga upp á rúma hundrað milljarða, sem felur í raun í sér að vinna upp hala frá þeim tíma sem framkvæmdum var ekki sinnt. Svipað á við, þegar kynnt er skattalækkun með lægra skattþrepi, eða hækkunum á tilfærslum sem í báðum tilfellum eru í raun aðeins verðbætur viðmiða og varla það.

Aukin umsvif í hagkerfinu eru meðal annars talin með meiri kortaveltu. Þrátt fyrir tvöföldun á fjölda heimila sem eiga í vandkvæðum með að ná endum saman. Þá eru mælingar Seðlabankans á kortaveltunni bættar, skráning á húsaleigu hjá HMS uppfærð og útreikningi á húsnæðislið vísitölu neysluverðs hjá Hagstofunni einnig breytt. Þar eru hagvaxtartölur líka reglulega leiðréttar aftur í tímann. Á vissan hátt má líkja hagtölum hérlendis við vigtun afla um borð í fiskiskipum, áður en Marel fann upp stafrænu skipavogina sem fjallað er um í sögulegri grein hér á undan.

Í ljósi yfirlýsinga vikunnar virðist markmiðið að lækka verðbólgu með því að kæla hagvöxt hér alveg niður, kanski er stefnt í það sem sænskir frændur okkar glíma við, áður en lækka má vextina. Forsíðugrein vikunnar kynnir annarskonar og spennandi nýsköpun í hagstjórn. Óskandi væri að hún hlyti verðskuldaða eftirtekt og víðtæka umfjöllun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.