Til baka

Grein

Ólga á Kjarvalsstöðum

Opnunarávarp á sýningu um frumkvæði kvenna í myndlist

38
Mynd: Listasafn Reykjavíkur

Velkomin á Ólgu, sýningu sem opnar okkur sýn á frumkvæði kvenna í íslenskri myndlist á níunda áratugnum. Heitið á sýningunni vísar að sjálfsögðu til þess að ólga brýtur sér yfirleitt leið. Hún byggist upp – hægt, stöðugt og óstöðvandi – og magnast þar til hún brýst fram og í gegnum þær hindranir sem verða í vegi hennar. Þetta er eins og heit kvikan sem safnast undir Svartsengi og þegar hún er orðin nógu mikil þá er ekkert sem getur stöðvað hana frá því að brjótast upp á yfirborðið.

Sýningin Ólga endurspeglar þetta ferli og þessa stund í íslenskri myndlist og varpar ljósi á orku og nýsköpun kvenna í myndlist á níunda áratugnum. Þá börðust listakonurnar gegn viðteknum venjum, ögruðu útilokandi frásögnum, tóku sér pláss og mótuðu eigin rými til sköpunar og tjáningar. Þetta varð ekki til sem skyndileg hugdetta heldur var afrakstur margra ára aktívisma, listrænnar elju og látlausrar sköpunar – þetta var uppsöfnun hugmynda, aðgerða og samstarfs sem endurmótaði landslag samtímalistar á Íslandi.

Níundi áratugurinn var um margt mjög merkilegur og það gaus á ýmsum vígstöðvum. Ólgan meðal listakvenna endurspeglaði þá ólgu sem hafði byggst upp hjá konum á ýmsum sviðum samfélagsins sem fannst sér of þröngt sniðinn stakkur og gerðu kröfur um aukið rými. Rauðsokkahreyfingin ruddi brautina en kvennafrídagurinn í október 1975 var eins og stórt gos á flekaskilum sem leiddi af sér fjöldann allan af minni gosum og jarðskjálftum. Það gaus í menningu, listum og í pólitíkinni. Vigdís var kosin forseti og Kvennaframboðin urðu til og ögruðu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein