Til baka

Aðrir sálmar

Raun vaxta og gervi fjárlaga

Misráðnar aðgerðir við efnahagsstjórn geta orðið dýrkeyptar eins og sagan af kjánalega áhættuálaginu af Liz Truss sýndi fyrir tveimur árum

Kosningarnar í næstu viku í Bandaríkjunum verða líklega einhverjar þær afdrifaríkustu fyrir heimshagkerfið í langan tíma. Þar stóðu yfir í síðustu viku haustfundirnir í Washington hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og -bankanum þar sem efnahagsútlitið fyrir heiminn var endurmetið.

Í tengslum við framlagningu fjárlagafrumvarps í upphafi haustþingsins hérlendis í síðasta mánuði var fjármálaráðherra tíðrætt um mjúka lendingu hagkerfisins og kynnti slagorð fyrir mikilvægasta lagafrumvarps þingsins um að þetta væri allt að koma. Það að tala um lendingu þegar stýrivextir voru yfir 9% krefst auðugs ímyndunarafls. Þó vextir hafi nú lækkað örlítið þá eru þeir ekki komnir undir 9% og í raun hækkandi.

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um rökræður um fjármál og efnahagsmál innan álitsgjafaelítunnar (e. punditocracy) um það hvort mjúk lending eða engin lending sé framundan í alþjóðlega hagkerfinu. Skilgreiningin á mjúkri lendingu er að hagvöxtur hægist án þess að efnahagssamdráttur verði samhliða því að verðbólga hjaðni niður í lágt og stöðugt bil. Í sviðsmynd engrar lendingar hægist ekki á hagvexti og verðbólgan veldur ennþá áhyggjum – annað hvort flöktandi og ekki alveg komin niður í markmið – eða þá að hún veldur áframhaldandi hækkunum og virkilegum vandræðum.

Munurinn skiptir máli, sérstaklega í alþjóðlegu samhengi. Þar sem seðlabankinn bandaríski verður að halda stýrivöxtum frekar háum (nálægt fimm, ekki níu) ef um enga lendingu er að ræða.

Harkaleg lending, að ekki sé nú talað um nauðlending þar sem sprauta þarf froðu á flugbrautina, er ekki til umræðu í alþjóðlegu samhengi. Enda þekkjast ekki tilfelli þar með verðbólgu yfir fimm prósentum samhliða hagvexti horfnum nánast niður í núllið. Nú hefur atvinnuleysi hérlendis einnig tvöfaldast, samhliða því sem verkföll eru hafin hjá hinu opinbera. Líklega hefur þurft ráðleggingu frá Liz Truss til að boða skyndilega til kosninga í þessháttar ástandi.

Næsta grein