USD 122 0,4%
EUR 141,6
GBP 163,2 0,1%
DKK 19,0
SEK 12,9 0,5%
NOK 12,1 0,6%
CHF 153,4 0,1%
CAD 86,9 0,4%
JPY 0,8 -0,4%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
USD 122 0,4%
EUR 141,6
GBP 163,2 0,1%
DKK 19,0
SEK 12,9 0,5%
NOK 12,1 0,6%
CHF 153,4 0,1%
CAD 86,9 0,4%
JPY 0,8 -0,4%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
Til baka

Grein

Sag­an af Flot­hett­u: Hvern­ig verð­ur ný­sköp­un til?

Heilsueflandi afrakstur úr Listaháskóla Íslands.

Flothetta
Mynd: Gunnar Svanberg

Það er kannski ekki svo undarlegt að í landi vatnsauðlegðar verði til hönnunarverkefni sem gangi út á að útvíkka notkunarmöguleika okkar í að vinna með vatnið til heilsueflingar. En þannig kom hugmyndin að flothettunni, sem er fómfyllt hetta sem veitir höfði flotstuðning í vatni, til greinarhöfundar sem þá var nemi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands árið 2011.

Daglegar sundferðir og náin tengsl okkar Íslendinga við heita vatnið er frjór jarðvegur fyrir framúrstefnulega hönnun, líkt og flothettu. Fljótlega eftir að flothettan leit dagsins ljós hélt ferlið áfram við að hanna upplifanir fyrir fólk að koma saman til að nota vöruna. Hönnunin hefur náð að skapa heim upplifana og nærandi samveru í vatni. Fyrir utan að efla heilsu og hamingju þjóðar þá er verkefnið atvinnu- og verðmætaskapandi og teygir anga sína inn í heim heilsu, endurhæfingar og ferðaþjónustu.

Hugmyndafræði Flothettu gengur út á að hvíla í vatni í algjöru þyngdarleysi, umlukin vatninu. Þetta góða slökunar- og vellíðunarástand skapar kjöraðstæður fyrir endurnærandi og áhrifaríka streitulosun og dregur úr verkjum í vöðva- og stoðkerfi líkamans. Fyrirbærið Flotmeðferð er margþætt og úthugsuð vatnsmeðferð. Ferlið er hannað með það að leiðarljósi að þátttakendur upplifi djúpa slökun, vellíðan og endurnæringu. Í meðferðinni er boðið upp á meðhöndlun og nudd á meðan flotið er. Allt miðar þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út neikvæð áhrif streitu.

Hönnun á flotstuðningsvörum

Upphafleg hönnun fyrirtækisins var höfuðfatið Flothetta, gerð til að veita höfði flotstuðning í vatni. Síðan flothettan kom á markað hefur átt sér …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein