Til baka

Grein

Samþjöppun aflaheimilda - Staðan á markaðnum

Útreikningar sem birtast hér í þremur töflum sýna að samþjöppun aflaheimilda er ekki það mikil að gengið sé yfir alþjóðleg viðmið samkeppniseftirlita. Hins vegar er í samanburðartöflu skýrt að samþjöppun á matvörumarkaði er mjög mikil hérlendis.

gsf0355-2
Mynd: Golli

Löngum hefur verið rætt um samþjöppun aflaheimilda í sjávarútvegi hérlendis og mikilvægi samkeppni í greininni. Skilgreint er í lögum[0984bf] tiltekið hámark aflaheimilda sem geta verið á hendi sömu aðila til að fyrirbyggja of mikla samþjöppun. Nýlega reiknaði Arev og færði inn samþjöppunarstuðla fyrir nokkur útgerðarfélög, en Arev hefur verið að þróa hugbúnað til að auka gagnsæi á markaði fyrir samþjöppun aflaheimilda í sjávarútvegi.

Samþjöppunin var metin með því að nota aflahlutdeildarreikni Arev, sem er forritasafn ritað í forritunarmálunum python og shiny. Afurð forritasafnanna er aðgengileg með vefaðgangi sem hægt er að óska eftir.[9d7642] Forritið sækir bæði söguleg og nýjustu gögn um úthlutanir til Fiskistofu. Reiknaðir voru þrír samþjöppunarstuðlar HHI[400dff] (MHHI)[1db95b], CR3[a83823] og CR8[97790d] fyrir allan markaðinn.

HHI stuðulinn, og eftir atvikum MHHI stuðulinn, má nota til þess að meta samkeppni. Eftirfarandi viðmið koma fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins[b3081f]:

  • Ef HHI er minna en 1.000 er markaðurinn virkur samkeppnismarkaður
  • Ef HHI er á bilinu 1.000 til 1.800 eru markaðir taldir vera í meðallagi samþjappaðir
  • Markaðir með meira en 1.800 til 2.000 nálgast það að vera mjög samþjappaðir
  • Markaðir yfir 2.000 er allajafnan álitnir mjög samþjappaðir

Almennt telja evrópsk samkeppnisyfirvöld ESB að markaðir séu samþjappaðir ef HHI er hærra en 2.500 stig. Þau stöðva oft samruna á samþjöppuðum markaði ef hækkun á HHI við samruna er hærri en 150 stig. Bandarísk samkeppnisyfirvöld stöðva oftast samruna ef HHI hækkar um meira en 250 stig.

tafla1
tafla2

CR hlutföll eru einfaldari mælikvarði og gjarnan notuð þegar fjallað er …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein