Til baka

Viðtal

Nýsköpunarumhverfið í Noregi og á Norðurlöndunum

Sigríður Þormóðsdóttir hefur starfað við stuðning nýsköpunar í Noregi í hartnær tvo áratugi. Hún segir að nýsköpun sé ekki bara atvinnuþróun heldur ekki síður samfélagsþróun. Það kalli á að unnið sé saman á milli stjórnsýslustiga og þvert á ráðuneyti.

sigridurthoir003
Mynd: Golli

Við Sigríður hittumst fyrst í Noregi fyrir aldarfjórðungi þar sem við stunduðum MBA-nám saman í Ósló kringum aldamótin. Reglulega þegar hún kemur til Íslands fáum við okkur kaffi í Norræna húsinu til að halda tengslunum lifandi í raunheimi – þó að netið hjálpi auðvitað til við að halda vinskap yfir hafið. Síðast þegar hún var á landinu hittumst við hins vegar til að taka formlegt viðtal.

Fyrir umgjörð viðtalsins völdum við Bókakaffið á Selfossi þegar mildur febrúar vetur lá yfir Suðurlandi þar sem við vorum á ferð hvort í sína áttina og ég bað Siggu fyrst að segja mér, og lesendum frá því hver hún væri.

Já, hver er Sigríður Þormóðsdóttir – hún er nú bara sveitastelpa úr Flóanum.

Hvernig stóð þá á því að þú varðst yfirmaður nýsköpunar í landbúnaði, sjávarútvegi og skógrækt í Noregi – og það fyrir tuttugu árum síðan?

Ég lærði líffræði við Háskóla Íslands en fór síðan í MBA-námið í Ósló af því á þeim tíma var ekki farið að kenna MBA hér á Íslandi. Ég hafði unnið við gæðamál og vildi bæta við mig alþjóðlegu stjórnunarnámi sem var vandað og gott og endaði því hjá BI í Ósló.

Eftir námið kom ég aðeins aftur heim og varð gæðastjóri en Noregur kallaði alltaf í mig og þegar ég fékk tækifæri til að starfa hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni (Nordic Innovation) sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og var staðsett í Ósló þá stökk ég til og flutti aftur út.

Þar tók ég frumkvæðið að því að …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein