USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.

Sonar-festival
Meðlimir Intelligent Instruments Lab kynna gervigreindarhljóðfæri sín á Sonar-festivalinu í Barcelona á síðasta ári. Þórhallur stýrir þessu rannsóknarverkefni en það rannsakar tengsl manns og gervigreindar í gegnum hljóðfærasmíði og tónlistarflutning.
Mynd: Joseph Jean-Marc

Skapandi gervigreind hefur verið þróuð á meðal rannsakenda og listafólks í áratugi, ef ekki árhundruð. Þannig þróaði þýski munkurinn Kirscher kerfi fyrir vélræna tónlistarsköpun á 17. öld og forritarinn Ada Lovelace skrifaði um tölfræðilega tónlist sem mekanísk tölva gæti samið árið 1842. Með tilkomu stafrænu tölvunnar um miðja síðustu öld og aðgengi fólks að henni nokkrum áratugum síðar fer hún í auknum mæli að vera notuð við sköpun listaverka. Tónlist er gjarnan alfarið unnin á stafrænan hátt nú til dags, kvikmyndir eru að miklu leyti tölvugerðar og rithöfundar skrifa flestir á tölvu. Tölvan er ekki hlutlaust tæki, heldur mótar hún hugsanir okkar eftir því hvaða forrit við notum. Í þessu samhengi mætti minnast rithöfundarins og fræðimannsins Umberto Eco, sem sagðist geta lesið í útgefnum texta hvort hann hafi verið handskrifaður eða ekki.

Tilraunir í skapandi gervigreind (e. creative AI - og ekki má rugla því hugtaki saman við spunagreind, e. generative AI) hafa tekið stakkaskiptum við þróun vélanáms (e. machine learning) á síðasta áratug. Hraðir örgjörvar, aðgengi að gífurlegu magni af stafrænum gögnum, sem og bylting í þróun gervitauganeta hafa leitt til þess að við getum nú þróað líkön af textum, myndum og tónum. Um er að ræða tölfræðileg líkön sem geta framreiknað orð, pixela og hljóðgildi út frá gefnum upplýsingum. Sífellt betur kemur í ljós hversu takmörkuð þessi tækni er og helstu rannsakendur innan gervigreindar draga í efa að hægt sé að halda áfram á þessari vegferð. Þessi líkön skilja ekki hvað þau eru að gera, þau búa ekki yfir grundaðri þekkingu, né nokkurs konar upplifun á heiminum. Því er ekki vitlaust að spyrja hvernig í ósköpunum þau geti skapað list!

„Í umræðunni heyrum við að það sé hætta á að hið mannlega týnist, en ef við stillum linsuna aðeins víðar má segja að gervigreindin sé hið ágætasta dæmi um hið mannlega.“

Vitlíki

Sú gervigreind sem er á allra vörum í dag er samt lygilega gott vitlíki. Það er því hálfgert áfall fyrir listafólk þegar tölvan getur skapað listaverk sem eru þannig að náttúru að ómögulegt er að greina hvort að þau séu búin til af manneskju eða vél. Auðvitað er hægt að fara í djúpar rannsóknir og reyna að finna einhver ummerki um hvort um gervigreind sé að ræða, en hraðinn á tækniþróuninni er slíkur að það verður erfiðara með hverri vikunni sem líður.

Í umræðunni heyrum við að það sé hætta á að hið mannlega týnist, en ef við stillum linsuna aðeins víðar má segja að gervigreindin sé hið ágætasta dæmi um hið mannlega. Því að sem tæknilegt dýr hefur mannskepnan alltaf þróað tækni til að létta sér handverkin. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er hins vegar af öðrum toga: að örfá stórfyrirtæki í Kísildalnum hafa stolið hugverkum listafólks um allan heim og arðræna vinnu þeirra sér í hag. Þetta er auðvitað gamalt kapítalískt fyrirbæri, en hið nýja í þessu er að í stað handverks er nú verið að arðræna hugverk. Tæknin er einnig orðin þannig að hægt er að herma nákvæmlega eftir höfundarverki einstaklinga svo vel að varla er hægt að lesa, heyra eða sjá hvort að um fölsun sé að ræða. Vandamálið er ekki gervigreind sem slík, heldur hvernig hún er framreidd og í hvað hún er notuð. Hér eiga siðfræðin og lögfræðin sér ærin verkefni fram undan.

Eins og allir vita, þá er svo komið að við kaupum nú sjaldnast þau listaverk sem við njótum, heldur erum við áskrifendur að veitum sem streyma þeim til okkar (t.d. Spotify, Netflix eða Audible). Veiturnar sjá tækifæri til frekari hagnaðar, því að ef hægt er …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.
Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.

Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.