Til baka

Grein

Skynjun, listir og samfélagið

Miðlun skynjunar og tengingar listarinnar í samhengi við veruleikann

LI_06172-1
Mynd úr seríunni Íslensk myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson (1997) í eigu Listasafns Íslands, LÍ-6172.

Að vera listamaður felur í sér hæfileika, löngun og þörf til að miðla eigin skynjun, eða með öðrum orðum að standa vörð um huglæga þætti og dýpka tengingu okkar við veruleikann. Á Íslandi starfa þúsundir einstaklinga við það að skapa, viðhalda og miðla öflugu myndlistarlífi. Þeir þróa hugmyndir, vinna að listrannsóknum, halda úti vinnustofum, framleiða verk og sýningar og sinna fjölbreyttum verkefnum sem fylgja listsköpuninni og miðlun hennar. Þrátt fyrir þetta endurspegla kjör myndlistarfólks ekki framlag þeirra til samfélagsins.

Nýleg skýrsla um hagrænt gildi listarinnar[1808dd] sýnir að skapandi greinar eru þriðji stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, þar sem frumsköpun listanna og nýsköpun í iðnaði eru lögð að jöfnu til að varpa ljósi á efnahagslegt gildi þeirra. Opinber fjárhagslegur stuðningur til skapandi greina skilar sér þrefalt til baka samkvæmt skýrslunni og áhugavert væri að skoða hvort viðlíka ábati verði af nokkrum öðrum ríkisstuðningi. En samfélag sem forgangsraðar efnahagslegum mælikvörðum umfram önnur gildi á það á hættu að missa sjónar á grundvallarþáttum mannlegrar velferðar, þar með talið huglægari viðfangsefnum listarinnar – sem rækta skynjun okkar, mennsku og tjáningarfrelsi.

Til þess að tryggja áframhaldandi grósku og vöxt listarinnar þarf að hlúa að samfélagi listamanna. Tónlistarmaðurinn Brian Eno hefur lagt til hugtakið Scenius[bd2c8e], sem leggur áherslu á skapandi afl hópsins fremur en snilld einstaklingsins (e. genius). Hann bendir á að þótt einstaka listamenn skapi frábær verk, þá spretta hugmyndirnar upp úr því samfélagi sem umvefur þá. Til að einstaklingar geti blómstrað þurfum við að hlúa að heildinni með hugmyndafræði, efnislegri umgjörð og …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein