USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Stöðn­un­in mikla

Stöðnunin mikla stafar af minnkandi framleiðni og veldur óstöðugleika í efnahagslífinu og pólitískum óróa samkvæmt nýlegri bók sem fjallað er um í þessari grein.

Það verður ekki annað sagt en órói sé á Vesturlöndum um þessar mundir. Það er óstöðugleiki í stjórnmálum, ýmsar öfgahreyfingar til hægri og vinstri njóta vaxandi vinsælda, málefni innflytjenda eru orðin hitamál og þannig mætti lengi telja. En af hverju stafar þessi órói? Í nýlegri bók þess sem þessa grein skrifar var reynt að greina orsakir og afleiðingar. Bókin ber heitið The Great Economic Slowdown og kom út hjá Palgrave Macmillan nú í september. Meðhöfundar eru þeir Edmuns S. Phelps, nóbelsverðlaunahafi, og annar fyrrverandi nemandi hans Hian Teck Hoon, sem er prófessor í hagfræði í Singapúr.

Undirliggjandi orsök óstöðugleikans sem kemur fram á margvíslegan hátt er lækkandi vöxtur framleiðni í Bandaríkjunum og einnig á öðrum Vesturlöndum síðustu áratugina. Myndin hér að neðan sýnir vöxt heildarþáttaframleiðni í Bandaríkjunum frá byrjun sjötta áratugs síðustu aldar. (Tímaröðin hefur verið jöfnuð með H-P filter.) Takið eftir lækkandi hraða framleiðnivaxtar allt fram á tíunda áratuginn. Síðan varð tímabundin aukning samfara tilkomur internetsins á seinni helmingi áratugarins sem svo fjaraði út.

Bandaríkin leiða á flestum stigum tækni og viðskipta. En forskot þeirra í upphafi þessa tímabils gaf öðrum löndum færi á að læra af þeirra tækni og auka þannig eigin hagvöxt. Þetta skýrir að stórum hluta gullnu öld hagvaxtar á eftirstríðsáratugunum í Vestur-Evrópu og í Japan. En eftir að hagvöxtur í Bandaríkjunum minnkaði eftir 1970 þá leið ekki á löngu þar til hagvöxtur minnkaði einnig í Evrópu og í Japan. Fyrstu í Evrópu (og Kanada) um og eftir 1980 og svo í Japan eftir 1990.

graf-1

Afleiðingar hægari tækniframfara

Afleiðingar hægari tækniframfara eru margvíslegar. Jafnvægisraunvextir hafa lækkað síðustu fjóra áratugina. Þetta þýðir á mannamáli að þeir vextir sem láta eftirspurn eftir vörum og þjónustu vera nærri framleiðslugetu, þ.e.a.s. atvinnuleysi vera hóflegt, hafa farið lækkandi. Þetta gerir framkvæmd peningastefnu erfiðari. Árin fyrir farsóttina og verðbólgu sem hefur fylgt í kjölfarið var í fullri alvöru rætt um að nafnvextir þyrftu að geta orðið neikvæðir, þannig yrðu t.d. vextir á bankareikningum neikvæðir. Til þess að koma í veg fyrir að sparifjáreigendur tækju sparifé sitt út af reikningum og geymdu það þess í stað í formi peninga – seðla og myntar – heima hjá sér þyrfti að leggja seðla og mynd niður. Öll viðskipti yrðu þá rafræn. Nú þegar verðbólga hefur orðið til þess að hækka seðlabankavexti hefur þessi umræða hljóðnað en hún gæti komið aftur ef framleiðnivöxtur verður áfram lágur og þá vextir einnig.

Önnur afleiðing hægari framleiðnivaxtar eru há eignaverð. Lægri vöxtur framleiðni veldur því að vextir eru lægri sem síðan veldur því að verð á húsnæði og hlutabréfum verður hátt. Há eignaverð eru alþjóðlegt fyrirbrigði sem þá orsakast af því að vextir í heiminum hafa verið lágir. Fylgifiskur þessarar þróunar hefur verið misskipting eigna vegna þess að hækkun á verði hlutabréfa og húsnæðis verður til þess að hækka verðmæti eigna þeirra sem mest eiga meira en hinna sem minna eða ekkert eiga.

Enn önnur afleiðingar hægari vaxtar framleiðni er að laun …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.