Til baka

Grein

Stöðug uppbygging íbúða og innviða í takti við þarfir landsmanna

Stjórnvöld þurfa að taka mið af þörfum landsmanna þegar þau setja fram stefnu í íbúða- og innviðauppbyggingu. Stefna sem byggir á langtímamarkmiðum, fjárfestingum og stöðugleika er nauðsynleg til að tryggja velferð og verðmætasköpun.

Ójafnvægi hefur verið á íbúðamarkaði á síðustu árum. Ekki hefur nægjanlega mikið verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði til að mæta þörfum landsmanna. Framboð nýs íbúðarhúsnæðis hefur ekki haldið í við vaxandi eftirspurn, sem hefur leitt til mikillar hækkunar á húsnæðisverði, aukinnar verðbólgu og hærri vaxta. Þetta ójafnvægi hefur skert samkeppnishæfni hagkerfisins, þar sem takmarkað aðgengi að íbúðum og hátt verð, aukin verðbólga og háir vextir gera einstaklingum og fyrirtækjum erfitt um vik. Jafnvægi á íbúðamarkaði er grundvallarforsenda stöðugs verðlags, velferðar og aukinnar samkeppnishæfni.

Til að tryggja jafnvægi á íbúðamarkaði þarf að auka framboð nýrra íbúða. Það kallar á skýra stefnu ríkis og sveitarfélaga og aukið framboð lóða til byggingar. Mikilvægt er að fjölbreytni sé í uppbyggingu íbúða, hvort sem það snýr að stærð, gerð eða staðsetningu, til að mæta þörfum ólíkra hópa samfélagsins. Stjórnvöld hafa unnið ötullega að umbótum á þessu sviði undanfarin ár. Tillögum átakshópa hefur verið hrint í framkvæmd og húsnæðisstefna sett. En betur má ef duga skal.

Lóðaskortur

Skortur á lóðum hefur heft uppbyggingu íbúða verulega. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum en sveitarfélög hafa haldið aftur af framboði með því að skipuleggja ekki nægilegt magn nýrra lóða tímanlega. Sveitarfélög þurfa að koma fram með skýra lóðastefnu sem gerir byggingaraðilum kleift að ráðast í framkvæmdir sem uppfylla þarfir samfélagsins.

Vaxtamörk svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins tekur ekki mið af fjölgun íbúa á svæðinu. Samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins verður öll uppbygging þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu að eiga sér stað innan skilgreindra vaxtarmarka. Vaxtarmörk voru skilgreind árið 2014 en fólksfjölgun hefur verið langt umfram …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein