USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Stöðug upp­bygg­ing íbúða og inn­viða í takti við þarf­ir lands­manna

Stjórnvöld þurfa að taka mið af þörfum landsmanna þegar þau setja fram stefnu í íbúða- og innviðauppbyggingu. Stefna sem byggir á langtímamarkmiðum, fjárfestingum og stöðugleika er nauðsynleg til að tryggja velferð og verðmætasköpun.

Ójafnvægi hefur verið á íbúðamarkaði á síðustu árum. Ekki hefur nægjanlega mikið verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði til að mæta þörfum landsmanna. Framboð nýs íbúðarhúsnæðis hefur ekki haldið í við vaxandi eftirspurn, sem hefur leitt til mikillar hækkunar á húsnæðisverði, aukinnar verðbólgu og hærri vaxta. Þetta ójafnvægi hefur skert samkeppnishæfni hagkerfisins, þar sem takmarkað aðgengi að íbúðum og hátt verð, aukin verðbólga og háir vextir gera einstaklingum og fyrirtækjum erfitt um vik. Jafnvægi á íbúðamarkaði er grundvallarforsenda stöðugs verðlags, velferðar og aukinnar samkeppnishæfni.

Til að tryggja jafnvægi á íbúðamarkaði þarf að auka framboð nýrra íbúða. Það kallar á skýra stefnu ríkis og sveitarfélaga og aukið framboð lóða til byggingar. Mikilvægt er að fjölbreytni sé í uppbyggingu íbúða, hvort sem það snýr að stærð, gerð eða staðsetningu, til að mæta þörfum ólíkra hópa samfélagsins. Stjórnvöld hafa unnið ötullega að umbótum á þessu sviði undanfarin ár. Tillögum átakshópa hefur verið hrint í framkvæmd og húsnæðisstefna sett. En betur má ef duga skal.

Lóðaskortur

Skortur á lóðum hefur heft uppbyggingu íbúða verulega. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum en sveitarfélög hafa haldið aftur af framboði með því að skipuleggja ekki nægilegt magn nýrra lóða tímanlega. Sveitarfélög þurfa að koma fram með skýra lóðastefnu sem gerir byggingaraðilum kleift að ráðast í framkvæmdir sem uppfylla þarfir samfélagsins.

Vaxtamörk svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins tekur ekki mið af fjölgun íbúa á svæðinu. Samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins verður öll uppbygging þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu að eiga sér stað innan skilgreindra vaxtarmarka. Vaxtarmörk voru skilgreind árið 2014 en fólksfjölgun hefur verið langt umfram þær spár sem lagðar voru til grundvallar svæðisskipulagsins. Bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa kallað eftir að sveitastjórnir á höfuðborgarsvæðinu sameinist um að breyta vaxtamörkum svo byggja megi meira. Stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, hefur staðið gegn þessu. Mikilvægt er að fram fari endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins – vaxtarmörkum þess – til að skapa svigrúm fyrir íbúðauppbyggingu til framtíðar. Það þarf að auka heimildir ríkisins til inngripa í skipulagsmálum og skapa hvata fyrir sveitarfélög til uppbyggingar íbúða.

Ferli uppbyggingar íbúða er langt og getur tekið allt frá nokkrum árum upp í tvo áratugi. Skipulagsferli getur tekið allt að 20 ár, undirbúningur lóða allt að 5 ár og byggingartími er um 2 ár. Langur tími uppbyggingar veldur því að framboð nýrra íbúða bregst mun hægar við breytingum í eftirspurn en æskilegt væri. Til að bæta þetta þarf að flýta skipulagsferlinu og gera stjórnsýslu byggingarmála skilvirkari og samræmdari. Regluverk í húsnæðisuppbyggingu þarf að einfalda með tilliti til framtíðaráskorana, og tryggja að ákvörðunartaka sé hraðari og skilvirkari.

Húsnæði og efnahagsleg velmegun

Uppbygging íbúðarhúsnæðis er því lykilatriði í því að stuðla að efnahagslegri velmegun og tryggja að samfélagslegar breytingar fái nægilegt svigrúm. Fólksfjölgun í landinu á síðustu árum hefur verið mikil og mun meiri en í flestum öðrum löndum. Íbúum hefur fjölgað um 20% síðasta áratuginn, samanborið við um 2% í ESB-löndum. Endurspeglar fólksfjölgunin hér á landi vöxt hagkerfisins á þessum tíma sem hefur verið umfram það sem sést hefur víðast erlendis. Íslenska hagkerfið hefur vaxið að jafnaði um 3,5% á ári á síðustu tíu árum en ríki ESB um 1,5% á sama tíma. Hagvöxtinn hér á landi hefur verið knúinn áfram af vexti mannauðs og ekki síst aðflutningi vinnuafls. Þetta hefur kallað á aukna uppbyggingu íbúða. Öldrun þjóðarinnar og fækkun í stærð meðalfjölskyldu hefur einnig kallað á fjölgun íbúða.

Til að stuðla að hagvexti á næstu árum er lykilforsenda að nægt framboð íbúða sé til staðar fyrir vaxandi íbúafjölda. Mikilvæg forsenda þess að efnahagslífið vaxi og blómstri er að tryggja aðgengi að húsnæði fyrir alla, og þannig mæta vaxandi fólksfjölda og breyttri samsetningu þjóðarinnar. Það þarf að tryggja að íbúðir séu byggðar í takt við þarfir fjölbreytts samfélags, þar með talið lágtekjuhópa, ungs fólks, eldri borgara og innflytjenda.

Verðbólga hefur verið þrálát á undanförnum misserum. Seðlabankinn hefur brugðist við því með háum stýrivöxtum. Verðbólga hefur hjaðnað en hún er enn of há. Ríflega helming verðbólgunnar má nú rekja til ójafnvægis á íbúðamarkaði. Lykillinn að því að vinna bug á verðbólgu og ná niður vöxtum er jafnvægi á íbúðamarkaði. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.