Til baka

Grein

Aðlögunarhæfni á breyttum tímum

Þríþætt hlutverk skapandi greina! Vörður á veginum og það sem vantar

dsf7507-2
Það glittir í hluta af langtíma ljósmyndaverkinu Birki eftir Pétur Thomsen á sýningunni Landnám í Hafnarborg 2024 í gegnum myndavélaþrífætur bak við borð ráðherranna þriggja.
Mynd: Golli

Menning og skapandi greinar eru atvinnuvegur sem hefur fengið aukið vægi í opinberri umræðu á Íslandi á undanförnum árum. Þetta kemur meðal annars fram í aukinni áherslu í stjórnarsáttmálum og stefnuyfirlýsingum ríkisstjórna sem myndaðar hafa verið frá því árið 2013. Í grein þessari verður fjallað um hvernig innviðir þessa atvinnuvegs hafa þróast undanfarinn aldarfjórðung, efnahags-, menningar- og samfélagslegt hlutverk hans um leið og kallað er eftir endurskoðun á menningarstefnu Íslendinga frá 2013.

Umræðan um hugtakið skapandi greinar hefur þróast og þroskast undanfarinn aldarfjórðung. Það var fræðimaðurinn Ágúst Einarsson sem fyrst fjallaði um fyrirbærið á Íslandi út frá menningarhagfræðilegu sjónarhorni í grein sinni Menning er mikilvæg atvinnugrein í Tímariti Máls og menningar þar sem hann leitast við að draga fram efnahagslegt umfang menningar í íslensku samfélagi (2001). Umræðan rímar við alþjóðlegar skilgreiningar á skapandi greinum sem voru farnar að hafa áhrif í stefnumótun stjórnvalda á sviði menningar og skapandi greina víða, fyrst hjá breskum stjórnvöldum árið 1997 (DCMS, 1998). Hún kallast ekki síður á við þau merku tímamót þegar Listaháskóli Íslands (LHÍ) var stofnsettur árið 1999 og þau áhrif sem það hafði á markvissa innviðauppbyggingu bæði fyrir listsköpun í landinu en einnig fyrir atvinnulíf menningar og skapandi greina. Í skýrslunni Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar (Anna Hildur Hildibrandsdóttir, 2023) gefur að líta yfirlit yfir þær vörður sem stuðlað hafa að innviðauppbyggingu á atvinnulífi menningar og kallað fram hvernig skapandi greinar eru samheiti yfir listir, sköpun, hugverk, menningu, atvinnu og viðskiptalíf sem af þeim skapast (Halla Helgadóttir, 2021).

Mikilvæg þróun liggur í …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein