USD 122 0,4%
EUR 141,6
GBP 163,2 0,1%
DKK 19,0
SEK 12,9 0,5%
NOK 12,1 0,6%
CHF 153,4 0,1%
CAD 86,9 0,4%
JPY 0,8 -0,4%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
USD 122 0,4%
EUR 141,6
GBP 163,2 0,1%
DKK 19,0
SEK 12,9 0,5%
NOK 12,1 0,6%
CHF 153,4 0,1%
CAD 86,9 0,4%
JPY 0,8 -0,4%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,1%
Mannfjöldi 391.810
Til baka

Grein

Þró­un há­skóla­náms, list­ir og færni til fram­tíð­ar

Hvernig listnám getur veitt fyrirtækjum og einstaklingum hæfni til vaxtar í breytilegum heimi

Still 2025-05-10 000756_1.8.6_Snædís Lilja Viðarsd
Eftir afmæli bekkjarsystur sinnar verður Ástrós heltekin af þeirri hugmynd að hafa einhyrningspinjötu í sinni eigin afmælisveislu, sem er rétt handan við hornið. Mynd úr Pappadraumum eftir Snædísi Lilju Viðarsdóttur, kvikmyndataka Stefanía Stefánsdóttir.
Mynd: LHÍ

Töluvert hefur verið fjallað um framlag menningar og skapandi greina hér á landi undanfarin misseri. Færð hafa verið rök fyrir því að listir skili arðsemi sem hafi bein áhrif á hagkerfið, ekki síst þegar horft er til afleiddra áhrifa.[ab5b25] Af því mætti draga ýmsa lærdóma, meðal annars þann að listmenntun sé skynsamleg fjárfesting.

Í þessari grein er sjónum hins vegar beint að þeirri hæfni sem þjálfuð er í listnámi í samhengi við þróun háskólamenntunar og hugmynda um framtíðarhæfni. Í heimi sem einkennist af sjálfvirkni, háu flækjustigi og örum breytingum eru það einmitt þeir hæfniþættir sem listnámið ræktar – forvitni, gagnrýnin hugsun, tilfinningagreind, aðlögunarhæfni og hæfileikinn til að ímynda sér hið nýja og óþekkta – sem geta gagnast atvinnulífinu til þess að mæta áskorunum samtímans.

Listnám – hvað er það?

Þegar talað er um listnám almennt eru fjölmargar ólíkar tegundir sköpunar og listgreina sem koma til greina. Innan listaháskóla eru þær gjarnan flokkaðar í skapandi listir, sviðslistir, og hönnun. Þessar kjarnagreinar tengjast síðan öðrum tækni- og fræðigreinum innan háskólanna s.s. ritlist, listkennslufræði og arkitektúr.

Óþarft er að færa rök fyrir gildi lista og listmenntunar í sjálfu sér, en öll njótum við lista og hönnunar í okkar daglega lífi. Þær veita okkur dýpri skilning á mennskunni, efla samkennd, næra ímyndunaraflið og bjóða okkur ný sjónarhorn á heiminn og okkur sjálf.

Frá síðustu aldamótum hefur háskólamenntun á sviði lista farið í gegnum umfangsmiklar breytingar og endurnýjun. Í stórum dráttum hefur listnámið þróast frá sérhæfðum og oft og tíðum einangruðum akademíum og sérskólum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein